Mímir - 01.05.1964, Side 13
mynda hljóðar ein vísan í kvæði Jóns Þorláks-
sonar svo:
Einatt hýrum augum vann
auðs á renna jarðir,
ei til handa annað kann
en að bregða gjarðir.
I Hjálmars lýsingu samsvarar fyrri hluti
þessarar vísu síðara hluta 6. vísu, þar sem
Hjálmar kveður:
. . . aldrei nærri meyjum má
maðurinn þessi vera.
Síðari lilutinn samsvarar í sama kvæði 10.
vísu, sem hljóðar svo:
Kannske ei trútt urn kauða þann,
að kýrnar muni totta,
til nýtra verka neitt ei kann,
nema að skafa potta.
Og í Lýsingu á strokumanni kemur hug-
myndin úr fyrra hluta þessarar vísu enn
fram í 17. vísu, þar sem Hjálmar kveður:
Astargætnum augum hann
oft á stúlkur lítur . . .
Jafnvel er að sumu leyti engu líkara en
Hjálmar fari ölhi nær kvæði Jóns í Lýsingu á
strokumanni en Hjálinars lýsingu. Er í því
sambandi fróðlegt að bera saman niðurlagser-
indi þessara tveggja kvæða, þar sem sama hug-
mynd er notuð í báðum. Sjálfslýsingu lýkur
Jón Þorláksson svo:
Stundum klúr í orðum er,
augun hörð sem tinna. —
Ef hann fyrir einlivern ber,
eigi þeir sem finna.
Lýsingu á strokumanni endar Hjálmar hins
vegar þannig:
Sú var miðlun gjörð í gær
og grein til vægðar undin,
ef liann finnur ógift mær,
eiga má hún fundinn.
Þessa hugmynd notar hann liins vegar ekki
í niðurlagi Hjálmars lýsingar.
Fleiri slík líkingaratriði mætti tína til, en
þess gerist ekki þörf, þar sem tengslin milli
þessara kvæða eru augljós hverjum, sem les
þau.
Ef tímasetning dr. Jóns Þorkelssonar, sem
áður getur, er rétt, er það enn óskýrt, hvers
vegna Hjálmar hafi ort tvö kvæði sama efnis
og svo nauðalík, með aðeins tveggja ára milli-
bili. Eins og þegar er getið, bendir varðveizla
þessara kvæða heldur í þá átt, að lengra hafi
liðið á milli þeirra en dr. Jón telur. Við lest-
ur þeirra beggja styrkist sá grunur óneitan-
lega. Einkum má benda á fyrra hluta fimmtu
vísu í Lýsingu á strokumanni, þar sem Hjálm-
ar segir:
Öðrum þókti’ í æsku knár,
ellin loks liann temur . . .
Því er ekki að neita, að það virðist heldur
ósennilegt, að rúmlega tvítugur maður taki svo
til orða. Við samanburð þessara tveggja
kvæða sést og, að Hjálmars lýsing er mun
viðvaningslegra verk og sundurlausara en Lýs-
ing á strokumanni, sem er tiltölulega fast mót-
uð heild og greinilega beygð undir lögmál list-
arinnar af mun styrkari höndurn en fyrra
kvæðið. Ef til vill má orða það þannig, að
Hjálmars lýsing sé ekki laus við að vera stráks-
leg, þar sem Lýsing á strokumanni sé ort af
miklu meiri vilja skáldsins til að taka sjálft
sig alvarlega og kvæðinu ætlað að uppfylla
strangari kröfur. Mér virðist því vafalaust, að
fyrri tímasetning Lýsingar á strokumanni sé
röng, og sé hún ort á síðari árum Hjálmars,
jafnvel ekki ósennilega á seinasta hálfa ára-
tugnum, sem hann lifði. Skýringin á því, að
hann yrkir þarna tvö kvæði saina efnis, sé þá
sú, að hann hafi ort Hjálmars lýsingu á yngri
árum sínum í Evjafirði, en síðan jafnvel glat-
að henni eða gleymt og ort liana upp að nýju
á efri árum sínum og sé Lýsing á strokumanni
þannig til orðin.
Sjálfslýsing Jóns Þorlákssonar getur naum-
13