Mímir - 01.05.1964, Síða 30

Mímir - 01.05.1964, Síða 30
mál að ekki er liægt aS lialda lengra í þessari endursögn. Bókmenntaverk er óhað tímanum, en aðeins í þeim skilningi að það hefur — ef það glatast ekki — einhvern grundvallarstrúktúr sem er samur frá sköpun þess, en það er einnig sögu- legt og á sér þróun sem hægt er að lýsa. Þessa þróun má ráða af almennum breyting- um á skilningi manna á kvæðinu eins og hún birtist í umsögnum gagnrýnenda og annarra lesenda. Meðvitundin um eldri skilning mun hafa áhrif á reynslu okkar, ýmist valda dýpri skilningi eða hvetja til andstöðu gegn túlknn fortíðarinnar. Þetta kerfi norma vex því og breytist, og mun ætíð að nokkru leyti vera skilið ófullkomnum skilningi. Þetta þýðir ekki að öll sjónarmið séu jafnrétthá, því að ná- kvæm rannsókn og umræður munu alltaf geta leitt í Ijós hvaða sjónarmið hefur verið árang- ursríkast. I næsta kafla er fjallað um hljómfegurð, hrynjandi og bragarhœtti (Euphony, rhythm and meter), þ. e. a. s. hið fyrsta lag, „hljóð- Iagið“. Þegar það er kannað, verður að gera greinar- mun á einstökum flutningi kvæðisins og „kvæðinu sjálfu“, eins og fyrr hefur verið sýnt. Ekki er hægt að kanna liljóð-áhrif kvæðis nerna í sambandi við merkinguna, því að ldjóðið eitt sér hefur afar lítil eða engin fag- urfræðileg áhrif. Hljóðfall setningar er í grundvallaratriðum óskylt lagi (melódíu). Þeir möguleikar sem skáldið hefur til af- nota, eru skipti á áherzluatkvæðum og áherzlulausum eftir föstum reglum, endur- tekning sömu eða svipaðra hljóða og notkun hljóða sem liafa sjálfstætt tjáningargildi, hermihljóða. í raun og veru er það of einfalt að tala um hljómfegurð (euphony) sem list- bragð, eins og gert er í fyrirsögn kaflans, því að hið gagnstæða (cacophony) getur einnig haft tjáningargildi. Rímið gegnir afar margbrotnu hlutverki í skáldskapnum. I rauninni er um að ræða end- urtekning sömu lil jóða með ákveðnu millibili. Hið fagurfræðilega ldutverk er að nokkru leyti bragfræðilegs eðlis — það gefur oftast til kynna enda vísuorðs — - en rímorðin hafa einn- ig merkingu og eru því tengd öðrum lögum skáldskaparins. Orð eru færð saman með rím- inu, stillt upp sem hliðstæðum eða andstæð- um. Mjög þýðingarmikið er að kanna hvernig rímorðin eru valin, hvaða hlutar þeirra mynda rímið, úr hvaða orðflokkum þau eru, hvort þau eru svipaðrar merkingar eða koma á óvænt o. s. frv. Frá þessum endurtekningum hljóða verð- um við að greina það er hljóð eru notuð til eftirlíkingar. 1 fyrsta lagi er þá um að ræða notkun orða sem byggjast á eftirlíkingu nátt- úruhljóða (onomatopoietika), eins og orðið kráka t. d. 1 öðru lagi er hægt að tala um ,,hljóð-málun“ (sound-painting), þegar líkt er eftir hljóðum náttúrunnar með því að nota mikið af ldjóðum sem í sjálfu sér eru ekki hermildjóð. Loks er svo liinn svonefndi hljóð- sýmbólismi, þ. e. a. s. einstök hljóð hvers rnáls hafa mismunandi tjáningargildi (mjúk : hörð, skær : dimm o. s. frv.). Gott dæmi um þetta er eftirfarandi vísubrot eftir Jónas: „Sofinn var þá fífill / fagur í haga / mús undir mosa, / már á báru“. Orðið hrynjandi getur haft breytilega merk- ingu. Sýnt hefur verið að laust mál hefur sína hrynjandi, ekki síður en bundið, en rétt er þó að gera greinarmun á þessu tvennu. Hrynjandi hins lausa máls er mjög hagnýtt af listfengum höfundum, og hefur talsvert verið um hana ritað. Þar gegnir hún þó ekki nándar nærri eins þýðingarmiklu hlutverki og í ljóðlistinni, þar sem hún er einn þýðingarmesti þáttur bragarháttanna. Menn hafa beitt ýmsum aðferðum við að lýsa bragarháttum, og skal liér getið hinna merkustu. Elzt þeirra er hin svonefnda graf- íska bragfræði, sú sem kennd er í íslenzkum skólum. Hún notar ákveðin tákn til að gera mun stuttra og langra atkvæða eða atkvæða með eða án áherzlu. 1 íslenzkum nútímakveð- skap er aðeins um að ræða hið síðarnefnda. 30

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.