Mímir - 01.05.1964, Qupperneq 31

Mímir - 01.05.1964, Qupperneq 31
Bragfræðingar sem beita þessum aðferðum, reyna venjulega að setja upp ákveðna uppi- stöðu (skema), sem gert er ráð fyrir að skáldið fari eftir. Hugtökin sem þeir nota, em bin gagnlegustu við venjulegar umræður og lýs- ingu á bragarháttum. Þó viðurkenna nú marg- ir að kerfið sé ófullnægjandi. Greinilegt er að það gefur engan gaum að hinum raunverulegu hljóðum og strangleiki þess byggist á misskiln- ingi. (Dæmi: tilraunir Finns Jónssonar o. fl. til að þröngva Eddukvæðum í hinn þrönga stakk sem Sievers liafði sniðið þeim). Onnur aðferð er músíkalska aðferðin, sem byggir á því að lirynjandi í ljóði sé hliðstæð hrynjandi tónlistar og því bezt að tákna bana með nótum. Hvert atkvæði er merkt með nótu af ótilgreindri bæð, hálfnóta er látin tákna langt atkvæði, fjórðapartsnóta hálflangt og átt- undapartsnóta stutt. Þagnir eða Iilé eru gefin til kynna á sama hátt og í nótnaskrift. Þessari aðferð beitir Heusler í Deutsche Versge- schichte, og á rannsóknum hans byggir Jón Helgason í ritgerð sinni í Nordisk kultur. 1 framkvæmd verður þessi aðferð oft býsna lík binni grafísku þótt notuð séu önnur tákn. Helzti kostur hennar er að tekið er fullt tillit til mismunandi skjótleika í framburði at- kvæða, og ennfremur ]>agna, sem geta verið mjög þýðingarmiklar. Aðferðin vann þarft verk með því að útrýma kreddufestu grafist- anna. í þriðja lagi má nefna akústíska bragfræði, sem mikillar virðingar nýtur upp á síðkastið. Hún beitir sömu aðferðum og tilraunaliljóð- fræðin og gerir því kröfu til að teljast raunvís- indi. Á henni er fyrst og fremst sá galli að hún tekur ekkert tillit til merkingarinnar. En ef við gerum það ekki, getum við ekki notað hug- tök eins og orð eða setning, og það verður ókleift að gera greinarmun á brag tveggja höf- unda. Þessi aðferð verður líka að byggja alger- lega á einstökum upplesurum, án tillits til þess hvort þeir lesa rétt eða rangt, og gerir alls ekki grein fyrir því sem skiptir mestu máli, tog- streitunni milli bragaj-báttarins og lausamáls- hrynjandinnar, sem ekki er bægt að finna nema taka tillit til merkingarinnar. Rússnesku formalistarnir reyndu þess vegna að byggja bragfræðina á nýjum grunni. Þeirn vii'tist hugtakið bragliður ónotbæft og sögðu: grundvallareining hrynjandinnar er ekki brag- liðurinn heldur vísuorðið. Bragliðir eru að- eins til í hlutfalli við allt vísuorðið. Sérhver áherzla hefur sín sérkenni, eftir því hvar hún stendur í vísuorðinu. Of langt mál yrði að gera grein fyrir vinnubrögðum þessarar stefnu, en eitt af því seni þessir rússnesku bragfræðingar leggja áherzlu á, er að ýmsar stefnur eða höf- undar setji sér mjög mismunandi markmið bragfræðilega, og sé því ekki réttlátt að dæma stefnur og höfunda út frá einni ákveðinni kreddu (dogma). Einnig leggja þeir áherzlu á liinn geysimikla mismun einstakra málkerfa. Stíll og stílfrœSi. Málið er í bókstaflegri merkingu efniviður listamannsins. Segja má að bvert bókmenntaverk sé aðeins úrval úr ákveðnu tungumáli. Þróun bókmenntanna er því háð þróun tungunnar ekki síður enbróun þjóðfélagsins eða hugsunarinnar. En við meg- um ekki gleyma að áhrifin eru gagnkvæm: bókmenntirnar bafa einnig baft djúptæk áhrif á þróun tungumálanna. Sá sem vill kynna sér bókmenntirnar, verður því einnig að leggja stund á málvísindi, en hinar ýmsu greinar jjeirra eru lionum misgagnlegar. Söguleg beyg- ingarfræði og hljóðfræði koma honum ekki að mjög miklu gagni. Merkingarfræðin er lionum bins vegar bráðnauðsynleg og orðsifjafræðin, svo að liann megi skilja til fulls ekki aðeins merkingu orðanna, heldur sem mest af þeim bl æ eða hugrenningatengslum sem þau bera með sér vegna þess samliengis sem þau bafa staðið í áður. Að sjálfsögðu má rannsaka bókmenntir mál- fræðilega aðeins sem heimildir fyrir málssög- una, en málleg rannsókn þeirra verður bók- menntaleg er hún stefnir að því að kanna fag- urfræðileg áhrif málsins, þ. e. þegar hún verð- ur stílfræði. Önnur ástæða til að stílfræðingar verða að 31

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.