Mímir - 01.05.1964, Page 34
liinn þýðingarmikla þátt verkanna sem leynist
undir atburðarás og persónusköpun. Gott
dæmi um þetta er þegar menn hafa sýnt fram
á samhengið sem er milli myndanna sem
Shakespeare notar í Hamlet — margar þeirra
minna á sjúkdóma, rotnun og dauða —, og
ástandsins í vehli Dana.
Myndirnar, ekki síður en bragarhátturinn,
eru einn þýðingarmesti þátturinn í byggingu
ljóðs. I því kerfi fræðiheita sem við notum,
eru þær hluti hins setningafræðilega eða stíl-
fræðilega lags. Það má ekki rannsaka þær ein-
angraðar frá hinum lögunum, heldur sem
þætti úr órjúfanlegri heild bókmenntaverks-
ins.
AðferSir og eSli frásagnarlistarinnar (The
nature and modes of narrative fiction).
Platon gamli hélt því fram að allur skáld-
skapur væri lýgi og þar af leiðandi einskis
virði. Aðrir hafa lialdið jiví fram að sannleik-
ur skáldsögunnar sé engu ómerkari sagnfræði-
legum skáldskap. Af þessum tveim sjónarmið-
um leiðir síðan þær öfgar að sumir líta á skáld-
sögurnar aðeins sem skemmtun, en öðrum
liættir til að taka þær of bókstaflega.
Raunveruleiki skáldverks, þ. e. tálmynd
þess af veruleikanum, þarf ekki endilega eða
fyrst og fremst að byggjast á raunsæi í lýsingu
aðstæðna eða smáatriða. Sennileiki er tæki til
að blekkja lesandann, en er oft notaður til að
flækja hann inn í ósennilegar eða ótrúlegar
kringumstæður, eins og í FerSum Gullivers,
sem eru trúar veruleikanum í yfirfærðri merk-
ingu. Raunsæisstefna og natúralismi í skáldsög-
um og leikritum eru bókmenntalegar eða bók-
menntaheimspekilegar stefnur, hefðir eða stíl-
tegundir eins og rómantík eða súrrealismi. Mis-
munurinn er ekki á raunveruleika og blekk-
ingu, heldur er um að ræða mismunandi skynj-
un raunveruleikans, mismunandi aðferðir við
blekkingu.
Stundum má segja að skáldverk sýni e. k.
dæmisögu, almenna atburðarás, sem líkleg er
til að endurtaka sig, en miklu oftar er um að
ræða að höfundur sýni okkur ákveðinn heim.
Miklir skáldsagnahöfundar eiga sér slíkan
heim; honum ber saman við heim raunveru-
leikans í mikilvægum atriðum, en munurinn
liggur í samhengi hans og skiljanleik. Til þess
að höfundi takist að skapa slíkan heim, verð-
ur hann að vera fær um að skapa ákveðið and-
rúmsloft í sögunni, og persónnr Jians verða að
eiga heima í þessu andrúmslofti.
Þennan heim skáldsagnahöfundarins, —
þetta kerfi, byggingu eða organisma, sem fel-
ur í sér atburðarás, persónur, umhverfi, lífs-
skoðun, hugblæ, — verðum við að gagn-rýna,
þegar við reynum að bera skáldsögu saman
við lífið eða dæma verk höfundar siðferðislega
eða þjóðfélagslega. Við teljum skáldsagnahöf-
und góðan þegar heimur hans nær yfir alla þá
þætti sem nauðsynlegir eru til almennrar yfir-
sýnar, þótt hann sé ekki byggður upp á sama
liátt og okkar eiginn heimur, eða þó hann sé
þröngur með takmarkaða yfirsýn, ef valdir eru
úr hinir dýpstu og þýðingarmestu þættir.
„Heimur“ er orð sem táknar rúm. En orð
eins og ,,saga“ minnir okkur á tíma og tímaröð.
Rókmenntir eru í eðli sínu list í tíma (liögg-
myndir á hinn hóginn list í rúrni). Nútíma
skáldskapur hefur þó með margvíslegu móti
reynt að sleppa undan oki tímans, en óhætt
mun þó að halda sig við hina hefðbundnu
skoðun og segja að skáldsagan a. m. k. verði
að taka f jórðu víddina — tímann — alvarlega.
A einu stigi skáldsagnagerðar, í hinni svo-
nefndu píkaresku skáldsögu byggist allt á
tímaröðinni: Fyrst gerðist þetta og síðan hitt.
Ævintýrin, sem hvert um sig gæti verið sjálf-
stæð saga, eru tengd saman af söguhetjunni.
I síðari skáldsögum er bætt við tímaröðina or-
sakarlegri byggingu. Skáldsagan sýnir sögu-
hetju sem spillist eða þroskast í samræmi við
orsakir sem hafa samfelld áhrif vissan tíma.
Eða eitthvað sérstakt gerist á þessum tíma svo
að aðstæðurnar eru gerólíkar í endinn því sem
var í byrjun. Sá sem segir sögu, verður að láta
sér annt um það sem gerist, en ekki aðeins
hvernig sagan „fer“.
Analýtísk gagnrýni á skáldsöguna hefur
34