Mímir - 01.05.1964, Qupperneq 36
maður stefnunnar er Sterne í Tristram Shandy.
Alger andstæða þessarar aðferðar er hin
hlutlæga eða dramatíska aðferð, aðferð Is-
lendingasagnanna, sem á seinni öldum var aft-
ur tekin upp af Flaubert o. fl. Við verðum að
líta svo á að hin hlutlæga aðferð takmarki sig
við samtöl og frásögn atferlis. Grundvallarein-
kenni hennar er sjálfviljug fjarvera hins al-
vísa höfundar úr sögunni, en í staðinn er beitt
ákveðnu sjónarmiði eða viðliorfi („point of
view“). Skáldsagan sýnir okkur til skiptis
mynd og drama, þ. e. a. s. mynd af meðvitund
einhverrar sögupersónu um það sem er að ger-
ast (í henni og utan), gagnstætt ,,senum“, sem
eru að nokkru leyti samtöl og sýna allnákvæm-
lega þýðingarmikinn atburð eða mót. Myndin
er eins hlutlæg og dramað. Hún er aðeins hlut-
læg frásögn sérstakrar huglægni einnar af
söguhetjunum, en dramað er hlutlæg frásögn
tals og hegðunar. Aðferðin viðurkennir að
heimilt sé að skipta um viðhorf, ef sú skipting
fer eftir föstum reglum. Hún heimilar einnig
að höfundur noti ákveðna persónu inni í sög-
unni, ekki ólíka lionum sjálfum, sem annað
livort segir einliverjum vinum söguna eða
þeirri meðvitund, sem allt er séð í gegnum. Ef
höfundur vill vera nærstaddur, verður hann að
hafa sömu stærð og stöðu og hinar persónurn-
ar. Einn þáttur liinnar hlutlægu aðferðar cr
að atburðirnir eru kynntir í tímaröð, lesand-
inn lifir það sem gerist með persónunum.
Einkennandi fyrir stíl hinnar hllitlægu
skáldsögu er það tæknibragð sem Þjóðverjar
kalla „erlebte rede“ og Frakkar m. a. „le mo-
nologue intérieur“. Það hefur verið skýrgreint
sem „bein tilvísun lesandans inn í innra líf
persónunnar án nokkurrar truflunar með lit-
skýringum eða viðbótum af höfundarins
hálfu . . .“ og sem „tjáning hinna dýpstu hugs-
ana, þeirra sem liggja næst hinu ómeðvitaða“.
Aðferðir hinnar ldutlægu skáldsögu hafa
hvergi nærri verið kannaðar til fulls enn þá.
Bókmenntategundir (Literary genres). Við
skiptingu í bókmenntategundir flokka menn
hókmenntir og bókmenntasögu ekki eftir tíma
eða stað, heldur eftir bókmenntalegri gerð og
byggingu.
Aristóteles og Hóraz eru hin klassíska heim-
ild um þessi efni. Frá þeim er komin til okkar
hugmyndin um tragedíu og epos sem hinar
merkustu bókmenntateg. En a.m.k. Aristóteles
gerir sér einnig grein fyrir annarri greiningu
sem ristir dýpra — greiningunni í drama, epos
og lýrík. Flestir nútíma fræðimenn munu fúsir
að láta niður falla skilin milli lauss og bundins
máls í þessu sambandi og skipta síðan skáld-
bókmenntum (imaginative literature, Diclit-
ung) í frásagnarlist (fiction) þ. e. skáldsög-
ur, smásögur eða sögidjóð, leikbókmenntir
(drama), hvort sem þær eru í lausu eða
hundnu máli og ljóðlist (einkum það sem 1 iI
forna nefndist lýrískur kveðskapur).
Menn telja þó almennt réttara nii að nefna
þessa æðri flokka ekki bókmenntategundir
(genres), heldur geyma það nafn smærri
flokkum, sem eiga sér sögulegar rætur.
Réttast er að h'ta á skiptingu eftir bók-
menntategundum sem flokkun bókmennta-
verka, sem fræðilega er hyggð hæði á ytra
formi (t. d. sérstökum bragarliætti) og einnig
á innra formi (afstöðu til efnis, hugblæ, til-
gangi o. s. frv.).
Allt fram á átjándu öld voru skilin allskýr
milli bókmenntategunda, einkum vegna klass-
ískra áhrifa, og það var talið heyra til góðs
skáldskapar að halda sér stranglega við bók-
menntategundina, einkenni hennar og stíl.
Með nítjándu öldinni breyttist þetta. Hinar
gömlu bókmenntategundir leystust upp,
blönduðust eða liurfu. Síðan liafa mörkin
aldrei verið eins skýr milli einstakra bók-
menntategunda, og þær hafa að jafnaði orðið
skammlífari. Samt sem áður er hugtakið í fullu
gildi og nauðsynlegt að nota það við bók-
menntakönnun, þótt oft geti revnzt nokkrum
erfiðleikum bundið að ákveða hvað er bók-
menntategund og livað ekki.
Yfirleitt ættum við að binda okkur meira
við hina formlegu hlið við ákvörðun bók-
menntategunda. Miða fremur við hluti eins
36