Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 37

Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 37
og sonnettuna en liina stjórnmálalegu skáld- sögu, sem sker sig aðeins úr öðrum skáldsög- um að því er varðar efnisatriði, en ekki form- lega. Oðru máli gegnir um sögulega skáldsögu. Þar er afstaðan til efnisins með sérstökum hætti. Hér er um að ræða bókmenntategundir, en ekki flokkun eftir efni, sem eins vel rnætti beita við annað en skáldbókmenntir. Menn verða að gæta þess vandlega að rugla ekki saman liinum klassísku kenningum um bókmenntategundir og nútímakenningum. Munurinn er sá að hinar klassísku kenningar eru reglur sem skáldunum bar að fara eftir, en nútímakenningar eru lýsandi. Þær takmarka ekki tölu hugsanlegra bókmenntategunda og segja höfundinum ekki fyrir verkum. Þeim er Ijóst að hægt er að blanda saman hefðbundn- um tegundum þannig að nýjar skapist (t. d. tragikómedía), og ennfremur að tegundir geta byggzt upp á margbreytni og víðfeðmi, ekki síður en breinleika. Anægja sú er menn hafa af lestri bókmennta skapast að nokkru leyti af því að finna eitt- hvað nýtt og að nokkru leyti af að þekkja eitt- Iivað aftur. Form sem er mönnum gjörkunn- ugt og endurtekur sig í sífellu er leiðinlegt; bið algjörlega nýja form yrði óskiljanlegt og er raunar óbugsandi. Bókmenntategundin er, ef svo mætti segja, summa þeirra listbragða sem fyrir bendi eru, tiltæk liöfundinum og skiljanleg lesandanum. Góður höfundur fvlgir bókmenntategundinni að nokkru leyti, en víkkar bana jafnframt út. Yfirleitt finna mikl- ir rithöfundar sjaldan upp nýjar bókmennta- tegundir. Einn af belztu verðleikum rannsókna á bók- menntategundum er að þær beina atbyglinni að innri þróun bókmenntanna, því sem kallað hefur verið „bókmenntaleg erfðafræði“. Það er Ijóst að í glímunni við bókmennta- tegundir vakna ýmsar spurningar sem liafa grundvallar þýðingu fyrir bókmenntasögu og gagnrýni og tengsl þeirra. Þar kemur fram frá bókmenntalegu sjónarmiði bin heimspekilega spurning um afstöðuna milli flokks og ein- staklinganna sem mynda hann. Bókmenntamat (evaluation). Eins og kom- ið hefur fram, álítum við að ekki beri að meta bókmenntaverk eftir því hverjir eru frumþætt- ir þess, Iieblur livernig þeir eru settir saman og hvert er hlutverk þeirra. Samkvæmt fyrri skýrgreiningu orðanna er það því aðeins strúktúrinn sem metinn er, en ekki efniviður- inn. Margir telja þó að mikilleiki verka verði ekki endanlega ákveðinn nema taka tillit til atriða sem ekki eru fagurfræðileg. Því er til að svara að í fullkomnu listaverki er efniviðn- um skipað niður til fullnustu í byggingu, en möguleikar verksins verða að sjálfsögðu meiri eftir því sem byggingin er gerð af fleiri þátt- um og margbreytilegri efnivið, svo framarlega sem efniviðurinn er „fullunninn“. Það er því rétt að gera greinarmun á „full- komnun“ bókmennta og „mikilleik“. (Yið get- um sagt að smákvæði sé fullkomnara en langt epos eða tragedía, þótt flestir mundu liika við að kalla það „meira“ listaverk). Við mat bókmennta gerum við að sjálfsögðu ráð fyrir að mismunur á lífsskoðun höfundar og metanda eigi ekki að hafa ábrif. Fyrir nítjándu öldina litu menn gjarna á stöðu böfunda sem óbreytanlega, og voru hinir gömlu klassísku höfundar að sjálfsögðu taldir mestir allra. Síðan hafa menn gert sér grein fyrir því að staða höfundanna breytist mjög eftir kynslóðum. Gott dæmi um þetta er drótt- kvæður kveðskapur, en gengi bans virðist nú fara vaxandi bér á landi. Þó eru einstakir höf- undar sem virðast alltaf vera taldir með binum fremstu. Má þar nefna Hómer, Shakespeare og Njáluböfund. Yerk slíkra böfunda liljóta að vera svo auðug og margbrotin að þau geti full- nægt hverri kynslóðinni eftir aðra. Þó getum við hvorki viðurkennt bina föstu stöðu höfunda né bið gagnstæða sjónarmið að gildi þeirra sé algerlega breytilegt eftir kyn- slóðum. Við viljum leggja áherzlu á að kvæði er ekki aðeins orsök eða hugsanleg orsök „skákllegrar 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.