Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 38

Mímir - 01.05.1964, Blaðsíða 38
reyns]u“, heldur alveg sérstaklega skipulögð takmörkun eða stjórn reynslu lesandans svo að þessari reynslu verður bezt lýst sem reynslu af kvæðinu. Þegar við metum eitthvert kvæði mikils, lifum við eða gerum okkur grein fyrir fagurfræðilega mikilvægum eiginleikum og hlutföllum sem búa í bvggingu þess fvrir hverjum hæfum lesanda. Dómar okkar geta byggzt fyrst og fremst á tilfinningu eða á ályktunum, og þarf það ekki að vera nein andstæða. Tilfinninganæmi eitt nægir ekki til kröftugrar gagnrýni nema með því fari alhæfðar fræðilegar athuganir; og rökstuddur dómur er óhugsandi nenia hann hyggist á einhverri tilfinningu. Bókmmntasaga. Játa verður að flestar hók- menntasögur sem til eru, eru annað hvort sög- ur þjóðfélagsins eða sögur hugsunarinnar eins og hún kemur fram í bókmenntunum, eða þá umsagnir og dómar um einstök verk raðað í meira eða minna nákvæma tímaröð. Hvers vegna hefur ekki verið gerð nein til- raun til að rekja sögu bókmenntanna sem list- greinar? Ein ástæðan er sú að hin nauðsynlega undirhúningsanalýsa listaverkanna hefur ekki verið gerð á samræmdan og kerfisbundinn liátt. Onnur hindrun er sú þráhyggja manna að ekki sé hægt að hugsa sér neina bókmennta- sögu nema hún byggist á orsakaskýringu út frá einhverju öðru mannlegu athafnasviði. Menn hafa ekki efazt um að liægt væri að rannsaka sögu myndlistar eða tónlistar með því að leggja aðaláherzluna á innri þróun list- greinarinnar. Bókmenntasagan á framundan hliðstætt verkefni. Eins og við höfum áður sýnt, eru einstök listaverk ekki óbreytanleg, lieldur brevtast smám saman er tímar líða, er þau fara gegn- um hugi gagnrýnenda og annarra listamanna. Eitt af verkefnum bókmenntasögunnar er að lýsa þessum breytingum. Annað er að rekja þróun listaverka sem flokkuð eru í stóra eða smáa flokka, eftir höfundum, bókmenntateg- undum, stíltegundum, tungu og loks innan heildar sem allsherjar bókmennta (universal literature). Þegar við tölum um þróun bókmenntanna, er heppilegast að bera hana ekki saman við líf- fræðilega þróun sem myndar lokaðan hring, ef svo mætti segja, frá fæðingu til dauða, held- ur sögulega þróun. Hún gerir ráð fyrir að ekki þurfi að finna aðeins röð breytinga heldur stefnu þessara breytinga og markmið. Við verðum því að miða gang sögunnar við ákveðin gildi eða norm. Hin augljósustu tengsl listaverka, heimildir og áhrif, hafa þegar verið rannsökuð allýtar- lega, og er það mjög þýðingarmikill liður í undirbúningnum undir þá tegund hókmennta- sögu sem hér um ræðir. Annað mál er að tals- verður hluti þessara rannsókna er lítils virði vegna skorts á strangfræðilegum vinnubrögð- um. Grundvallaraðferðin verður að vera að bera saraan tvær Iieildir, en ekki tvö einangr- uð smáatriði. Slíkar rannsóknir geta m. a. stuðlað að lausn eins vandamáls: hvað er frumleiki? Á okkar tímum misskilja menn hugtakið oft þannig að frumleiki sé ekkert annað en að brjóta í bága við liefðir, eða þeir leita að honum á skökkum stað, í efnivið listaverksins. Fyrr á tímum höfðu menn miklu heilbrigðari skoðun á þessu. Enginn böfundur var talinn minni, þótt bann notaði stef eða myndir frá bókmennta- arfleifðinni. Hið raunverulega vandamál við þessa tegund rannsókna rís þegar komið er að því að vega og bera saman, sýna hvernig einn listamaður hagnýtir sér það sem annar hefur fundið upp, þegar við athugum hæfni bans til umsköpunar. Fyrsta verkefni bókmenntasögu er að ákveða stöðu verks innan bókmennta- hefðarinnar. Skyldleiki tveggja verka beinir athygli okk- ar að spurningunni um þróun bókmenntasög- unnar. Hin fyrsta og augljósasta röð listaverka er verk rituð af einum höfundi. Hér er auð- veldast að finna ákveðna stefnu. Við getum sett upp aðra þróunarröð með því að einangra ákveðinn þátt listaverka og 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.