Mímir - 01.05.1964, Síða 41

Mímir - 01.05.1964, Síða 41
Tryggm Gíslason: Bókmenntirnar um Grobbían I Mikill hluti íslenzkra bókmennta 17du og 18du aldar er skilgetin afkvæmi evrópskrar menningar, og eins og oft endranær er upptak- anna aó leita suður í Þýzkalandi. Straumþung- inn er tíðuni ekki ýkja mikill, og áhrifin eru stundum ógreinileg. Avallt færist eitthvað í kaf. Litir fyrirmyndarinnar dofna og mást, formið velkist, og myndin brotnar, en uppi á Islandi er farið ofan í með innlendu litarefni, gamlar skorður eru látnar styðja að, og til verður nýtt verk, íslenzk mynd á erlendum grunni. Til gamans verður bér brugðið upp rnynd, sem telja má, að borizt liafi til Islands sunnan af Þýzkalandi einbvern tíma á 17du öhl. Mvnd þessari ltregðnr víða fyrir, og þótt form hennar sé velkt orðið og sumir litirnir bafi máðst út með öllu, eru aðrir skírari og bera erlendan blæ, stríðan og torkennilegan í íslenzkri rnynd. Hann sker sig úr og vekur til umbugsunar. II Þegar áhrifum ítölsku endurreisnarstefnunn- ar á bókmenntir Evrópu tekur að bnigna og fágun og glæst venjufesta yfirstéttarinnar lætur undan síga fyrir siðum nýrra, drottnandi stétta, rís upp í 'Þýzkalandi bókmenntastefna, sem varpar fyrir borð siðastrangleik endur- reisnarinnar og brýtur sér nýjar leiðir. Höf- undar þessarar nýju stefnu leita til gömlu meistaranna um rnargt, og lieilög ritning er enn sú uppspretta, sem ausið er af, því að í verkum hinnar nýju stefnu liljóma orðskviðir Salómons auk spakmæla syndum spilltrar al- þýðu. Málið verður skrúðminna og frásagnir einfaldari og íburðarminni og bera blæ munn- legrar geymdar, enda leita böfundar oft fyrir- mynda í alþýðusögum og búa þeim ný klæði. Þjóðsögur og bókmenntaverk þessarar stefnu baldast því iðulega í bendur, og stundum er erfitt að greina á milli þess, sem frá þjóðsög- um er runnið, og bins, sem á ætt að rekja til umræddrar bókmenntastefnu.1 III Árið 1494 kom út í Basel bók, er bafði að geyma kvæði, sem nefnt var ’das NARREN- SCHIFF’. Höfundurinn liét Sebastian BRANT, 36 ára gamall lögfræðingur, sonur liótelbald- ara í Strassburg, og liafði hann tekið doktors- próf við háskólann í Basel fimm árum áður. BRANT var þegar í miklum metum sem lög- fræðingur, og síðar átti liann eftir að verða borgarritari í fæðingarborg sinni og keisara- legt birðráð og málvinur Maximilians fyrsta, keisara þýzk-rómverska ríkisins, síðasta ridd- arans, eins og bann hefur verið nefndur. Sebastian BRANT ritaði fjölmargt fyrir vin sinn keisarann og var sendifulltrúi hans og ráð- gjafi og kom allmikið við stjórnmál Þýzka- lands á fyrstu áratugum 16du aldar. Hans er þó ekki getið í sögu Þýzkalands vegna þess, heldur vegna kvæðis síns — ’des NARREN- SCHIFFES’. 1 Henrilc Schtick: Illustrarad allman Litteratur- historia III. Stockholm 1921. 41

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.