Mímir - 01.05.1964, Page 42
Kvæði þetta er í 113 köflum og lýsir í ósam-
stæSum skopmyndum siglingu fjölmargra
manngerða til lands þess, sem nefnt er Narra-
gonia. Hver manngerð á sér sinn fulltrúa, per-
sónugerving eða afkáralegt fífl, sem lætur
stjórnast af blindum hvötum sínum, svo sem
ágirnd, lygi, öfund, ótta, grimmd, lastmælgi,
undirferli, falsi, ótryggð og ofstopa, en rang-
læti, sjálfselska og tízkutildur eiga einnig sína
fulltrúa. Kvæði þetta er hvöss ádeila á aldar-
far og háttu samtíðarinnar, sett fram sem af-
káralegt skop. En höfundi er mikið niðri fvrir,
og liann varar lesandann af alvöruþunga við
að slást í liópinn — gerast samferðarmaður
fíflanna.
'Das NARRENSCHIFF’ vakti strax mikla
athygli og var þegar þýtt á latínu, frönsku,
ensku og hollenzku, og á 16du öld var það
gefið út um eitt hundrað sinnum í Þýzkalandi.
Kvæðið var nefnt ‘divina satira’, og samtíma-
menn BRANTS efuðust um, að skrifað liefði
verið hnyttilegra gamanverk. Einn taldi
BRANT ekki einungis mesta skáld samtíðar-
innar, heldur fremsta skáld, sem skrifað liefði
á þýzka tungu. Fjölfræðingurinn Johan Geiler
von Kayserberg flutti fyrirlestra um einn kafla
kvæðisins í hálft annað ár í Strassburg, en þá
dó hann og gat ekki meira. En aðrir tóku við
og lögðu út af kvæðinu. Sumir endurgerðu
kvæðið eða rituðu ný verk: ‘Das neue Narren-
schiff’, ‘Das kleine Narrenschiff’, ‘Der Narren-
spiegel’, og svo mætti lengi telja.
Langt er um liðið, síðan von Kayserberg
flutti fyrirlestra sína, og bókmenntafræðingar
telja nú, að kvæðið sé hvorki nýstárlegt að
formi né stíl. Hugmyndin um siglingu fíflanna
cr ekki frá BRANT runnin, og persónugerv-
ingar mannlegra eiginleika eru að sögn mun
eldri í bókmenntum álfunnar. Hins vegar rek-
ur BRANT spillingu samfélagsins ekki til
syndsamlegs lífernis borgaranna, eins og höf-
undar endurreisnarinnar höfðu gert og notið
drengilegs stuðnings kaþólsku kirkjunnar í
því, heldur telur hann orsökina vera heimsku
og skilningsleysi. Þar slær BRANT nýjan
streng, sem víða átti eftir að hljóma, og vegna
þessa viðhorfs urðu álirif ‘des NARREN-
SCHIFFES’ mikil og greinileg, og margir
heittu þessum sömu brögðum gegn keisurum,
jörlum og greifum og sjálfum páfa.
IV
Ungur hafði Sebastian BRANT ekki verið and-
vígur endurbótum á því, sem aflaga fór að
lians dómi, livorki stjórnarliáttum hins verald-
lega valds né kirkjuskipun kaþólsku kirkjunn-
ar. Alla tíð taldi hann sig formælanda forn-
menntastefnunnar, og í anda þeirrar stefnu
barðist hann, þegar ‘das NARRENSCHIFF’
kom út, því að kvæðið átti að vísa veginn til
hetra lífs í ljósi mannúðar og skilnings þeirr-
ar stefnu. En með árunum gerðist BRANT
íhaldssamari. Hann sá hugsjón sína fölna í
skugga kenninga siðbótarmanna, og hann gerð-
ist andvígur þeim — en fékk ekki aftur snúið.
Gagnrýni lians á valdhöfunum hafði skotið
frjóöngum, og kvæðið hefur átt sinn þátt í því
að brjóta viðjarnar af brautryðjendum siðbót-
arinnar, er þeir fundu, að skopstælingum ‘des
NARRENSCHIFFES’ mátti beita gegn spill-
ingu kirkjunnar, enda telja bókmenntafræð-
ingar, að áhrifa frá kvæði BRANTS gæti í
verkum siðhótarmanna, jafnvel í sálmum
Martins Luthers.
Áhrif ‘des NARRENSCHIFFES, hárust
fljótt til Frakklands, og þegar Frangois Ra-
belais tók að skopast að hinum lærða stíl ka-
þólsku skólaspekinganna, beitti liann hinum
afkáralega stíl BRANTS. Aðrir komu síðan á
eftir, og í leikritum Jean Moliéres kveður við
sama streng. Heimskan er talin undirrót spill-
ingarinnar, og tákn hennar er fíflið, sem hald-
ið er lærdómshroka, ágirnd eða sjúklegri
ímyndun eða metnaði. Nízka, tildur og trú-
girni íklæðast holdi heimsks yfirstéttarmanns,
og illgirnin á sinn fulltrúa. Síðar fetar Ludvig
Holberg í fótspor Moliéres, og frá honum ber-
ast þessi áhrif norður til Islands. Gætir þeirra
í leikritum Snorra Björnssonar og Sigurðar
42