Mímir - 01.05.1964, Síða 45

Mímir - 01.05.1964, Síða 45
‘der grobianischen Literatur’ að bregða upp afkáralegum lýsingum á ósiðum eða venjum persónanna. Má nefna lýsingu rímunnar á því, þegar Ofund gamla vígir dómþing sonar síns: sína bölvuðu brjóstamjólk á bikarinn gjörði liella. 116 Með álögum það gribba gaf og geðs formála sínum: „Nú skulu drekka allir af, eftir vilja mínum.“ 117 Þetta iil um þingið gekk, þó ei stýrði lukku, flestir af því fengu smekk, en furðu misjafnt drukku. 118 Slepptu dyggð og drengskap þá, dáð og tryggðum vina, öllum við það eitur brá sem eldinn kenndi sina. 119 Ágirnd bljóp um allan hring, eins og vildi kanna, hún var að fá sér falleg þing og fala gripi manna. 120 Veizlusiðir eru ófagrir, þótt ekki þurfi þeir að vera ósannir: Þar skal súpa horna hver, bver sem niður rennur, ragna þar til rökkur er og rautt þeim fyrir brennur. 196 Sagt fyrir skálum skömm og spott, skapraun, lygi mesta, upp í eyrum ekki gott, en afbevrandi bið versta. 197 Verður stokkótt, auð og önd æruna sumir missa, brenna ef klappa berri bönd, en bíta þegar þeir kyssa. 198 Ekki grætur úthellt blóð annars bræðra tveggja, undir borðið illsku þjóð ýmsa í gegnum leggja. 199 Að lokum leggur höfundur rímunnar út af lýsingum rímunnar á kristilegan hátt. Vakir bið sama fyrir Jóni og Sebastian BRANT, þótt báðum yrði lítið ágengt: Ötal skamma í sér ber öfundin með dökka brún, móðir vamma allra er, andskotanum steypti bún. 214 Henni fylgja svik og synd, sverðið, reiði, áreiting, liatur, ágirnd óréttind og allra handa svívirðing. 215 Guð oss kenndi góðan sið, gefi að forðast þetta, bakli mönnum heiður við, hærri og lægri stétta. 216 1 Tímarímu er öfundin talin undirrót allra lasta, en eins og áður greinir, telur BRANT í kvæði sínu heimskuna orsök spillingarinnar. Er bér mjótt á munum, því að sannarlega eru beimska og öfund systur. VIÍ Þótt ‘der neue Heiliger Grobian’ sé sá skip- verja ‘des NARRENSCHIFFES’, sem mest lief- ur verið sagt frá bér, liafa ýmsir aðrir per- sónugervingar kvæðisins farið víða, sagt sína sögu og haft sín ábrif. Mætti að lokum nefna leiki þá, er tíðkuðust við háskóla og klaustur- skóla í Evrópu allt frá miðöldum. Voru þetta ærsl ungra manna og djarfra, sem reyndu að vekja á sér athygli með því að hneyksla fólk. I leikjum þessum lofuðu þeir oft mest það, 4.5

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.