Mímir - 01.05.1964, Qupperneq 52

Mímir - 01.05.1964, Qupperneq 52
gefandi Egilssögu hefur farið líkar krókaleiðir og útgefandi Ynglingasögu að efnisþræðinum, kemst hann að eftirfarandi niðurstöðu: „Srórhöggt andviðrið meitlar sífellt með élj- unum þjöl út á jafnsléttan sjóinn fyrir stafni, en hinn kaldi srormur sverfur óþyrmilega í bylj- unum með henni (þeirri þjöl) skipið um stefnið fyrir framan brandinn". (sst.). Að vísu staldrar hann aðeins við og gerir þá athugasemd, að hér sé um stórfellda mynd að ræða og Agli sam- boðna. Og satt er það, vissulega er myndin stór- kostleg, en af hverju er svo annað mál. Það, sem fyrst verður fyrir við lestur vísunnar er eftv. það, hversu líkingar eru sjálfum sér samkvæmar og sömu mynd er haldið til enda. Þjölin er höggvin með meitli fyrir stálinu, — kvígurinn fer eftir vegi, — gandur selju sverfur með gustum. I fyrstu þremur vísuorðunum stendur: „Þél hpggr stórt fyr stáli stafnkvígs á veg jafnan út með éla meitli". Af hverju hefur svo Agli dottið í hug að líkja éljunum við meitil, sem höggva þjöl á sjóinn? An þess að draga frumleika Egils í efa, má geta þess, að til er sækonungsheitið Meiti, sem er sam- stofna „meitill". Efalaust hefur Agli verið ljós skyldleiki þessara orða, enda virðist mörgum höfundum dróttkvæða vera skyldleiki orða ljós- ari en skýrendum þeirra. I fjórða vísu orði stendur: „andærr jgtunn vandar". Útgefandi Egilssögu kemst að þeirri niður- stöðu að „ærr" sé komið af ár, og er það efalaust óvefengjanlegr, en öllu vafasamari er þýðing hans á „andærr", sem hann segir vera þann, sem rær á móti. „Andærr jgtunn vandar" verður því að andviðri, veðri, sem blæs á móti skipinu. Hér væri ekkert aðfinnsluvert, ef ekki stæði næst á undan vísunni orðin: „rók þá byrinn at vaxa, ok gerði veðr hvasst ok hagstætt; gekk þá skipit mikit". Ekki fæ ég séð, hvernig því má koma saman, að andviðri sé svo hvasst og hag- stœtt, að skip gangi mikið, en hver sá, er séð hefur báti róið, veit, að ræðarinn snýr baki í stefnuna og sá vindur, sem kemur í móti árum hans blæs eftir farinu. Andær vindur er því með- vindur rónu skipi, en ekki andviðri. „Jptunn vandar" útleggst óvinur siglutrés og merkir stormur. En þar sem mig skortir allan lærdóm til að þekkja þá staði, þar sem jötunn kemur fyrir í merkingunni óvinur, þá efast ég. „Jötunn" er samstofna sögninni að éta, og það virðist miklu nær sanni, að segja að vindurinn éti siglu- tréð, heldur en, að hann sé því beinlínis óvinur. I Vafþrúðnismálum hljóðar 37. vísa svo: Hræsvelgur heitir, er sitr á himins enda, jötunn í arnar ham; af hans vængjum kveða vind koma alla menn yfir. Það uppátæki Egils, að kenna vindinn sem jöt- un vandarins, virðist því ekki vera svo út í blá- inn, að þýða megi „jötunn vandar" sem „óvin- ur siglutrés. — I síðari helming vísunnar segir, að „svalbúinn gandr selju sverfi of stál Gestils plpt með gustum". Útgefandi kemst að þeirri niðurstöðu, að „gandur" merki „vargur, óvinur". Eftir því að dæma eru orðin jötunn og gandur svo til sömu merkingar. „Alfadrottning er að beizla gandinn", merkir þá nánast: „Alfadrottn- ing er að beizla varginn, eða jötuninn, eða þá sjálfan óvininn! „Gandur" er til forna oftast í merkingunni „töfrastafur, sem riðið var á um loft", einnig kemur „gandur" fyrir í merking- unni „úlfur". En allar líkur eru á, að merking- arnar hafi verið fleiri, því til er í sherlenzku orð- ið „gandér" og merkir „ýlfrandi vindur". Selja er hér sömu merkingar og vöndur í fyrrihlutanum, og merkir hvort tveggja siglutré, en þar sem vindurinn sverfur með gustum, er hann kenndur sem „gandur selju". I þessu greinarkorni hefur verið leitazt við að brjóta tvær dróttkvæðar vísur til mergjar, en að Framh. á bls. 55. 52

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.