Mímir - 01.03.1983, Page 6
ekki jafnað við hina afspyrnu góðu útgáfu
hans. Hér eru settar á prent Skjöldungasaga,
sem að vísu er ekki til í heilu lagi, Knýtlinga-
saga og loks lítið ágrip, sem er aðeins til i
aldargamalli útgáfu. Sögum þessum fylgja að
sjálfsögðu skýringar og formáli, og verð ég
manna fegnastur þegar þetta er frá.
Mímir: Hvernig er með Islendingasögurn-
ar, er búið að kafa til botns í þeim?
Bjarni: Nei síður en svo. Þær hafa þau
einkenni klassískra bókmennta að það má
virða þær fyrir sét frá mörgum sjónarhorn-
um, alltaf má fá annað skip og annað föru-
neyti, eins og allar upprunaskýringar þeirra
bera glöggt vitni. Nýjust af nálinni er sagn-
festukenning með breyttu sniði, einhvers
konar þjóðfræða og formúlukenning, og má
kynnast henni nokkuð í riti Óskars Halldórs-
sonar um Hrafnkelssögu, sem kom út fyrir
ekki alllöngu í fræðiritum okkar. Að þess-
um nýju viðhorfum er verulegur ávinning-
ur, þótt skoðanir um þær séu auðvitað skipt-
ar. Hin nýja kenning vekur spurningar og
sýnir að ekki er ördeyða í fræðunum og lengi
má leita sannleikans.
Mímir: Hvenær byrjaðirðu á þessu verki,
sem þú ert að ljúka núna?
Bjarni: Þar drapstu á kýlinu. Ég hef verið
að baxa við þetta alltaf öðru hvoru líklega
frá því að þið komuð í þennan heim, en
ekki af fullri alvöru fyrr en á síðustu árum.
Þetta er tafsamt verk, enda gerðar miklar
kröfur til vísindalegra vinnubragða, svo að
rnenn eiga óhægt um vik með fullri kennslu,
en henni fylgja ótrúleg umsvif og annir, og
afmælisritin taka líka sinn tíma, því að menn
hætta ekki að eiga afmæli, hvað sem á dyn-
ur. Auk þess hef ég verið að vasast agnarögn
í pólitík, og ekki hefur það bætt úr skák.
En hugarbót er að því, að verkið hefur grætt
á þessum töfum, ég þykist sjá ýmislegt bet-
ur en ég gerði fvrir svona fimm árum.
Mímir: En hvað finnst þér um þessa rann-
sóknarskyldu og æviráðningu manna hér?
Bjarni: Ekki þarf að taka fram, að höfuð-
skylda hvers háskólakennara er að fást við
rannsóknir, enda verða menn skjótt lélegir
kennarar, ef þeir leggja sig ekki fram við
rannsóknir af einhverju tagi. Hitt er svo
annað mál, að launakjör við þennan Háskóla
eru ekki boðleg, svo að menn eru knúnir til
að leita sér aukatekna með ýmsu móti, með
kennslu eða öðrum störfum. Og það kemur
harkalega niður á rannsóknarstarfseminni.
Auðvitað kæmi það mjög til greina, að menn
flyttust milli starfa eftir langan starfstíma við
Háskólann, en þá þurfa menn helst að geta
horfið að einhverju öðru. Einhvers staðar
verða vondir að vera. Hins vegar er á það að
líta, að háskólakennarar, sem hafa eftir langt
nám og langan starfstíma öðlast mikla
reynslu og þekkingu á sínu fræðisviði, ættu
að vera líklegri til afreka að öðru jöfnu í
sinni grein en aðrir.
Mímir: Nú hafa orðið miklar breytigar á
kennslu frá því að þú byrjaðir hér. Hvernig
finnst þér hafa tekist til?
Bjarni: Tvímælalaust vel. Nú stunda miklu
fleiri stúdentar nám í íslensku en þegar ég
var í Háskólanum, og mannvalið er því
meira. Ég er sannfærður um, að nú útskrif-
ast margir úrvalsnemendur í íslenskum bók-
menntum. Nám og námstilhögun hefur að
sjálfsögðu breyst á undanförnum áratugum
og í heild til hins betra. Nefna má, að aldrei
var vikið sérstaklega að aðferðafræði eða
grundvallarhugtökum bókmenntafræði, við-
horfin þrengri, minna skyggnst til útlanda og
heilar bókmenntagreinar voru hornreka, svo
sem heilagra manna sögur. Og vissulega má
það enn bæta. En þá er skylt að hafa í huga,
að kennarar í íslenskum fræðum voru ágæt-
ir og miklir andans jöfrar, en þeir voru fáir,
og viðbúið að einn kennari legði hald á heila
4