Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 9

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 9
á öllum almenningi, og á ég þá t.d. við dýra tannlæknaþjónustu, sem reynist mögum þung- ur baggi. Mímir: Við erum alltaf að krefjast þess af skólanum að hann taki við öllum sem vilja koma. Bjarni: Hér er ekki við Háskólann að sak- ast, heldur fjárveitingavaldið fyrst og fremst. I tannlæknadeild hefur verið tekið við að jafnaði 8 nemendum á ári til framhaldsnáms. Nú hefur verið byggður Tanngarður, milljarð- arhús í gömlum krónum, og þá er ætlunin að bæta tveimur nemendum við. Eg á erfitt með að skilja yfirvöld í þessu máli. Mímir: Finnst þér nemendur koma verr og verr undirbúnir inn í Háskólann? Bjarni: Þetta er erfitt að meta til fullnustu, þar sem þekkingarkröfur hafa færst milli greina. Menn kunna kannski minna í sumum ,,gömlum“ greinum en hafa meiri þekkingu í öðrum „nýjum“. Eg kann t.d. ekkert í þeirri málfræðigrein, sem gengur undir nafninu hríslgreining, hins vegar þekki ég orðflokkana og kann eilítið í setningafræði og nokkuð í réttritun, en stúdentar virðast ekki sterkir á svellinu í henni. Mímir: Finnst þér það há kennslunni að þeir geta ekki lesið þýsku og frönsku? Bjarni: Sérlega er slæmt í íslenskunámi að geta ekki lesið þýsku, með frönskuna gerir minna til. Og vöntun er að kunna ekkert í latínu. Fyrir mörgum árum var stúdentum í íslensku gert að lesa eilítið í latínu eða þeim sem höfðu ekki numið hana í menntaskóla. En löng og hörð barátta stúdenta gegn þessu námskeiðshaldi í latínu leiddi til þess að latín- an hvarí með öllu. En nú skilst mér að stúd- entar hafi hug á að fá nokkra tilsögn í latínu. Tímarnir breytast og mennirnir með. Mímir: Er eitthvað sérstakt sem þú vildir koma að? Bjarni: Nei, í raun ekki. Þó vil ég segja það, að ég hygg, að kennslan hér í Háskól- anum í íslenskum bókmenntum hafi almennt batnað, fjölbreytni í námsvali aukist, og dug- legir ncmendur eru vel að sér að námi loknu. Þótt margt megi án efa finna að bæði í kennslu og námstilhögun, eins og gengur, þá er naumast vafi á því, að þróunin hefur stefnt í rétta áttt. Það merkir alls ekki að stúdentar hætti að gagnrýna kennara fyrir ýmsar sakir og kennarar hristi höfuðið yfir frammistöðu nemenda. Það tilheyrir frjósömu háskóla- starfi. Apríl 1982. Erlingur Sigtryggsson Védís Skarphéðinsdóttir. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.