Mímir - 01.03.1983, Síða 9

Mímir - 01.03.1983, Síða 9
á öllum almenningi, og á ég þá t.d. við dýra tannlæknaþjónustu, sem reynist mögum þung- ur baggi. Mímir: Við erum alltaf að krefjast þess af skólanum að hann taki við öllum sem vilja koma. Bjarni: Hér er ekki við Háskólann að sak- ast, heldur fjárveitingavaldið fyrst og fremst. I tannlæknadeild hefur verið tekið við að jafnaði 8 nemendum á ári til framhaldsnáms. Nú hefur verið byggður Tanngarður, milljarð- arhús í gömlum krónum, og þá er ætlunin að bæta tveimur nemendum við. Eg á erfitt með að skilja yfirvöld í þessu máli. Mímir: Finnst þér nemendur koma verr og verr undirbúnir inn í Háskólann? Bjarni: Þetta er erfitt að meta til fullnustu, þar sem þekkingarkröfur hafa færst milli greina. Menn kunna kannski minna í sumum ,,gömlum“ greinum en hafa meiri þekkingu í öðrum „nýjum“. Eg kann t.d. ekkert í þeirri málfræðigrein, sem gengur undir nafninu hríslgreining, hins vegar þekki ég orðflokkana og kann eilítið í setningafræði og nokkuð í réttritun, en stúdentar virðast ekki sterkir á svellinu í henni. Mímir: Finnst þér það há kennslunni að þeir geta ekki lesið þýsku og frönsku? Bjarni: Sérlega er slæmt í íslenskunámi að geta ekki lesið þýsku, með frönskuna gerir minna til. Og vöntun er að kunna ekkert í latínu. Fyrir mörgum árum var stúdentum í íslensku gert að lesa eilítið í latínu eða þeim sem höfðu ekki numið hana í menntaskóla. En löng og hörð barátta stúdenta gegn þessu námskeiðshaldi í latínu leiddi til þess að latín- an hvarí með öllu. En nú skilst mér að stúd- entar hafi hug á að fá nokkra tilsögn í latínu. Tímarnir breytast og mennirnir með. Mímir: Er eitthvað sérstakt sem þú vildir koma að? Bjarni: Nei, í raun ekki. Þó vil ég segja það, að ég hygg, að kennslan hér í Háskól- anum í íslenskum bókmenntum hafi almennt batnað, fjölbreytni í námsvali aukist, og dug- legir ncmendur eru vel að sér að námi loknu. Þótt margt megi án efa finna að bæði í kennslu og námstilhögun, eins og gengur, þá er naumast vafi á því, að þróunin hefur stefnt í rétta áttt. Það merkir alls ekki að stúdentar hætti að gagnrýna kennara fyrir ýmsar sakir og kennarar hristi höfuðið yfir frammistöðu nemenda. Það tilheyrir frjósömu háskóla- starfi. Apríl 1982. Erlingur Sigtryggsson Védís Skarphéðinsdóttir. 7

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.