Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 10
EIRÍKUR RÖGNVALDSSON:
„TILV(SUNARTENGINGIN“
OG í BÖKUM HALLDÖRS LAXNESS
1. INNGANGUR
Fáir munu treysta sér til að svara því hvað
geri stíl Halldórs Laxness frábrugðinn stíl
annarra manna. Þótt bækur hans séu hver
annarri ólíkar, og stíll þeirra eftir því mis-
munandi, þykjast margir alltaf geta séð Lax-
ness skína í gegn, því að ýmis einkenni stílsins
séu alltaf fyrir hendi og leyni sér ekki. En
hver eru þau þá?
Hér verður ekki reynt að svara þeirri spurn-
ingu, heldur tekið til athugunar eitt þeirra
fáu sem liggja í augum uppi. Það er notk-
un Laxness á aðaltengingunni og þar sem
flestir rnyndu hafa tilvísunartengingu, 1 sem
eða er:o
(1) ... þetta mjólkurkaffi var aldrei gert
sætt, heldur át maður með því rauðan
kandíssykur og er í rauninni það eina
sælgæti sem ég hef metið sem vert er
um dagana . . . (Ungur eg var, 55)
(2) Nú stóð mér reyndar opin leið í lær-
dómsdeild Mentaskólans og heyrði
undir venjulega námsbraut embættis-
manna . . . (Sjömeistarasagan, 9)
Hér verður fyrst, í 2. kafla, athuguð notk-
un Laxness á tilvísunartengingum í ýmsum
bókum sínum, og sýnt hvernig dæmum um
þessa notkun og fer mjög fjölgandi í síðustu
bókum skáldsins. Síðan er í 3. kafla fjallað
um hvernig greina beri og í slíkum setningum,
og hvaða takmarkanir séu á notkun þess sem
tilvísunartengingar að fornu og nýju. Niður-
stöður eru svo dregnar saman í 4. kafla.
2. TALNING TILVÍSUNARTENGINGA
2.1 Aðferðir
Til að athuga notkun Laxness á tilvísun-
artengingum voru skoðaðar allar skáldsögur
hans sem í frumútgáfu báru sérstakt heiti,
svo og endurminningabækurnar fjórar frá síð-
asta áratug, ,,essay-rómanarnir“ svonefndu;
alls 25 bækur. Aðferðin var sú, að taldar voru
100 fyrstu tilvísunartengingarnar í hverri bók,
og niðurstaðan sett í töflu.
Nú er slík talning ekki alltaf einföld handa-
vinna. Mörkin milli tilvísunarsetninga annars
vegar og samanburðarsetninga, tíðarsetninga,
skýringarsetninga og liðfelldra aðalsetninga
hins vegar eru oft óljós. Ég fór þá leið að
hafa tilvísunarsetningar sem fæstar; þ.e. taldi
það eitt tilvísunarsetningar sem máltilfinn-
ingin sagði mér að útilokað væri að greina á
annan veg. Ef farin hefði verið hin leiðin, að
telja allt tilvísunarsetningar sem mögulegt var,
hefði hlutfall og sem tilvísunartengingar
hækkað talsvert, því að mikið er af setning-
um á við þessar:
(3) Karlinn var trékarl með plukkur í
augnastað og hét Palli í Nesi (Heim-
an ég fór, 12)
(4) Oft var í félagsskap hans glaðvært fólk,
en sjaldan hávært, og hafði lángar set-
ur í tjaldinu (Grikklandsárið, 47)
8