Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 12

Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 12
talningunni og aðeins taldar tengingar (sbr. Höskuldur Þráinsson 1980:91—2). 3. GETUR OG VERIÐ TILVÍSUNARTENGING? 3.1 Tveir greiningarmöguleikar Islenskum tilvísunarsetningum og tengi- orðum þeirra hafa nýlega verið gerð ræki- leg skil í grein Höskuldar Þráinssonar (1980; sjá einnig Helgi Skúli Kjartansson 1981, Halldór Ármann Sigurðsson 1981). Merkasta niðurstaða Höskuldar er sú að smáorðin sem og er séu ekki tilvísunar/or«ó'/« eins og vana- lega hefur verið haldið fram, heldur tilvís- unartengingar. Mér virðist þessi niðurstaða svo traust að henni verði tæpast mótmælt. Hún svarar hins vegar ekki þeirri spurningu sem við þurfum hér að glíma við; hvernig greina beri og í setningum eins og (1), (2) og (6) hér að framan. Nú er þess að geta, eins og fram kemur í 3.3 hér á eftir, að þessa notkun og er ekki eingöngu að finna í ritum Laxness; hún kemur líka fvrir í fornu máli (Höskuldur Þráinsson 1980:73 nm., 84; Knudsen 1967:73—4; Jakob Jóh. Smári 1920:208). Við greiningu slíkra setn- inga virðast einkum tvær lausnir hugsanleg- ar: (7) og er þar raunveruleg tilvísunarteng- ing; þ.e. aðaltengingin og hefur, auk síns venjulega hlutverks, einnig tekið að sér hlutverk tilvísunartengingar. Þetta væri þá hliðstætt við það þeg- ar samanburðartengingin sem fékk til- vísunarmerkingu (sjá Haraldur Matt- híasson 1939:79—85), en hélt einnig sínu gamla hlutverki sem samanburð- artenging og heldur enn. (8) og er þar aðaltenging, þ.e. jafngildir að merkingu röktengingunni &, eins og hún gerir yfirleitt (sjá Eiríkur Rögnvaldsson 1981:10—11). Sú til- vísunarmerking sem og virðist stund- um hafa er tilkomin vegna ummynd- ana, sem breyta gerð setninganna frá djúpgerð til yfirborðsgerðar. I þessum kafla verður leitast við að gera upp á milli þessara lausna. Athugað verður hvort alltaf sé hægt að nota og í stað sem; síðan er litið á notkun og í tilvísunarmerk- ingu í fornu máli, hvaða reglur gildi um hana, og hvort þær gildi einnig hjá Lax- ness. Með hliðsjón af því sem fram kemur er síðan lausn (8) valin, og athugað hvaða ummyndanir séu þarna að verki. 3.2 Er alltaf hægt að nota og í stað sem? Setningafræðilegt hlutverk tilvísunarteng- inganna sem og er virðist vera nákvæmlega hið sama; ég veit engin dæmi þess að aðeins sé hægt að nota aðra þeirra í einhverri setn- ingu, en hin sé útilokuð. Að vísu er er nær eingöngu bundin við ritmál, en þar er eklci um setningafræðilegan mun að ræða, heldur stílmun. En hvernig er með og? Gæti Lax- ness alltaf sett og í stað sem eða er án þess að breyta setningunni að öðru leyti? Hér stöndum við frammi fyrir ýmsum sömu vandamálum og þeir sem fást við sögu- lega setningafræði (sjá um það t.d. Light- foot 1979:4—7); ekki er hægt að byggja á eigin máltilfinningu um hvaða setningar séu tækar og hverjar ekki, heldur verður að draga ályktanir af þeim texta sem fyrir liggur. Og það er oft erfitt, því að hættu- legt getur verið að draga almennar ályktanir af þögn textans um ákveðið atriði. Þótt við finnum engin dæmi um og í stað tilvísunar- tengingar í ákveðinni setningagerð er ekki þar með sagt að Laxness geti ekki notað og í þeim setningum; það gæti bara verið til- viljun að það kemur ekki fram í dæmasafni okkar. Þegar öllu er á botninn hvolft hef ég ekki athugað nema um 100 dæmi alls um þessa notkun og hjá Laxness, svo að ýmislegt getur hafa farið framhjá mér. Hér skal ég þó 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.