Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 14
setning sem svipar til tilvísunarsetninga, eins
og (16); en svo þarf ekki að vera, sbr. (17):
(16) Honum var fengin leynilega harpa, ok
sló hann ...... með tánum (Snorra-
Edda)
(17) Þá gekk Hyrrokkin á framstafn
nökkvans ok hratt ...... fram í fyrsta
viðbragði (Snorra-Edda)
Knudsen (1967:73—4) telur að með hlið-
sjón af setningum á við (10) hafi menn farið
að túlka ok sem tilvísunartengingu: ,,Fikk
her den siste setning etterstilt verbum og i
det hele bisetnings ordstilling — i samsvar
med den logiske underordning — kunne ok
lett bli oppfattet som relativpartikkel i likhet
med er og bli brukt i slik funksjon.“ I þess-
um orðum Knudsens er gefið í skyn að menn
hafi farið að nota og sem tilvísunartengingu
á sama hátt og er. Eins og áður segir væri
þetta þá hliðstætt við það þegar samanburð-
artengingin sem verður að tilvísunartengingu.
Tvennt bendir þó til að þetta sé alls ekki
hliðstætt:
í fyrsta lagi er það, að sem gengur inn í öll
sambönd þar sem er getur staðið sem tilvís-
unartenging. Hins vegar hef ég ekki séð úr
fornu máli dæmi um og í hlutverki tilvísun-
arorðs nema þar sem hægt er að líta svo á
að fornafni hafi verið eytt. Ef menn hefðu
í raun og veru farið að túlka og sem tilvís-
unartengingu, mætti búast við að það væri
notað í öllum samböndum þar sem tilvísun-
artenginga er þörf, eins og þróunin varð með
sem.
Annað er það, að í nútímamáli hefur sem
að mestu leyti útrýmt er, a.m.k. úr talmáli.
Notkun og sem tilvísunartengingar virðist
hins vegar alltaf hafa verið mjög takmörkuð,
og kemur vart fyrir í nútímamáli nema hjá
Laxness (og e. t. v. einhverjum sem stæla
hann). Knudsen segir að vísu (1967:74):
,,Ogsá i nyislandsk kan og ha relativ betyd-
ning“; en ekki er ólíklegt að hann eigi þar
við málfar Laxness. Eins og áður er komið
fram eru ýmiss konar eyðingar mun takmark-
aðri í nútímamáli en fornmáli. Ef og er alltaf
aðaltenging, er því eðlilegt að setningar þar
sem hún virðist vera tilvísunartenging (eins
og (10)) hverfi úr málinu þegar eyðingum
fækkar. Hafi hins vegar verið farið að túlka
og sem tilvísunartengingu á sama hátt og er
(og sem), er engin ástæða til að hætta að nota
hana í því hlutverki, þótt eyðingum fækki.
Af þessu dreg ég þá ályktun að og hafi
í raun og veru aldrei verið tilvísunartenging
í fornu máli, nema á yfirborðinu; í djúpgerð
hafi hún allan tímann verið aðaltenging, eins
og hún er enn. Til að styrkja þessa niðurstöðu
hefði auðvitað þurft að leita dæma um og
í stöðu tilvísunartenginga frá ýmsum tímum,
og sýna fram á að fækkun þeirra stæði í
beinu sambandi við þrengingu eyðingarreglna.
Það er hins vegar utan þess ramma sem ég
setti athugun minni, enda mikið verk og
seinunnið.
3.4 og sem tilvísunartenging hjá Laxness
Þá er að athuga hvort notkun Laxness á
og sem tilvísunartengingu samræmist þeim
reglum sem virðast hafa gilt í fornmáli, og
hvort sama greining á stöðu hennar eigi við
hjá honum. Hér á undan var því slegið föstu
að þegar og virtist vera tilvísunartenging í
fornmáli stafaði það af fornafnseyðingu; en
nú vitum við að slíkar eyðingar sem til þarf
eru yfirleitt ekki leyfilegar í nútímamáli. Til
að geta gert ráð fyrir eyðingu í setningum
eins og (1) og (2) þyrftum við því að finna
í verkum Laxness dæmi á við (14), (15) og
(17); þ.e. dæmi um eyðingu frumlags eða
andlags sem ekki samræmist venjulegum eyð-
ingarreglum nútímamáls, en leiðir þó ekki
til tilvísunarsetningar. Og þau eru til:
(18) . . . ég sé morauðan hrút vaninhyrnd-
an standa þarna einan sér og eingin
önnur skepna neinstaðar nær, og ............
12