Mímir - 01.03.1983, Page 15

Mímir - 01.03.1983, Page 15
horfir á mig neðan úr dokkinni (Kristnihald undir Jökli, 36) (19) En nær dyrum stendur söðull hennar á grind, hið mesta þíng, aldrifinn hellusöðull, bogi og bríkur klædd látúni og drifið á ..... margskonar skraut . . . (Hið Ijósa man, 8) (20) I sumardvöl í Kanada lærði ég af vesturíslendíngum ferskeytlu sem þeir kendu Káni sínum (KN), og .......hef ekki heyrt síðan og aldrei séð á prenti (Sjömeistarasagan, 19) (21) Eg sagði til mín og .... væri nýkom- inn úr Svíþjóð og hefði ætlað að gista hjá gömlum hjónum í Vanlöse í nótt .... (Guðsgjafaþula, 32) Eins og fyrr segir er elsta örugga dæmið sem ég hef fundið í ritum Laxness um og sem til- vísunartengingu frá 1940. í bókum frá þeim tíma og eldri eru reyndar nokkur dæmi sem eru á mörkum þess að vera tæk í máli þeirra sem ekki geta notað og á sama hátt og Lax- ness: (22) Undir messulokin tíndist eitthvað af fólkinu upp að altarinu, flest ferm- ingarbörn og gamalmenni, og krupu niður . . . (undir Helgahnúk, 70) (23) Ein fjölskvlda kom austanaf Rángár- völlum, hjón með fimm börn og höfðu étið udp kvígildin og ætluðu til frændfólks síns suðrí Leiru í von um fisk (íslandsklukkan, 73—4) (24) í dyrunum stendur lítill maður vel- vaxinn, prestklæddur, þeldökkur, svarbrýndur með rauðar varir og hef- ur tamið sér seinar hreyfíngar (Is- landsklukkan, 103) I mörgum þessara elstu dæma er eitthvert innskot milli nafnorðsins og setningarinnar sem á við það, þannig að venjuleg tilvísunar- setning með sem yrði oft óeðlileg. En í sein- ustu bókum Laxness eru slíkar setningar al- gengar án þess að um nokkur innskot sé að ræða: (25) . . . en hann átti kú sem ég sá ekki heldur og vissi ekki hvað var, og við keyptum úr henni mjólk að láta í emaléraða fötu og ég fékk aldrei að bera nema hún væri tóm (I túninu heima, 10) (26) . ... í stað þess að hætta við bókar- skömmina í tíma hafði ég eytt ári í að lúka henni meðfram skólanámi, og meðal annars var í því falið að læra þrjú ný túngumál (Ungur eg var, 8) í eðlilegri nútímaíslensku er ómögulegt að túlka þessar setningar sem hliðskipaðar aðal- setningar, eins og hægt er með (3) og (4). Ástæðan fyrir þeim mun er sú, að í (3) og (4) vísar frumlag seinni setningarinnar til frumlags þeirrar fyrri, og má því sleppa hinu seinna. í (25) og (26) vísar frumlag seinni setningarinnar hins vegar til annars nafnlið- ar en frumlags í þeirri fyrri; en til að evðing frumlags í hinni seinni af tveim hliðskipuð- um aðalsetningum sé leyfileg í venjulegu nú- tímamáli verður það að vísa til frumlags hinn- ar fyrri, en ekki annars nafnliðar (samanber Kossuth 1978:451). Þótt ég hafi ekki safnað svo mörgum dæmum sem skyldi, sýnist mér notkun og í stað sem ekki eingöngu mun algengari í síð- ustu bókum Laxness en hinum fvrri, heldur líka frjálsari; þ.e. koma fyrir í fjölbreyttari samböndum. Ef við viljum halda því fram að þarna sé alltaf um eyðingu að ræða, væri mjög æskilegt að geta sýnt fram á aukið frelsi til ýmissa eyðinga í seinni bókunum. Ég held reyndar að það sé hægt, þótt ég skuli fúslega játa að ég hef ekki safnað slíkum dæmum 13

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.