Mímir - 01.03.1983, Síða 17
frú Valgerði á Mosfelli (Grikklands-
árið, 25)
Stundum hefur verið gert ráð fyrir því að
slíkir forsetningarliðir, einkunnir og viður-
lög væru allt saman styttar tilvísunarsetning-
ar (sjá t.d. Jón Gunnarsson 1973:95—6; sjá
einnig um líkindi einkunna og viðurlaga við
tilvísunarsetningar hjá Kristjáni Árnasyni
1980:85—7). Björn Guðfinnsson bendir
líka á „til frekari leiðbeiningar við ákvörðun
viðurlags, að það — ásamt ákvæðisorðum
þess — jafngildir yfirleitt tilvísunarsetningu
eða tíðarsetningu“ (1943:24—5). Við getum
því hugsað okkur að í djúpgerð hverrar af
setningunum (32)—(37) séu tvær hliðskip-
aðar tilvísunarsetningar, tengdar saman með
aðaltengingunni og. Þá er tilvísunarorðinu
vfirleitt sleppt í seinni setningunni, ,,og ber
að varast að endurtaka það á eftir tengingun-
um (og, en, eða)“ segir Jakob Jóh. Smári
(1920:203). Þannig væri t.d. (34) leidd af
setningu á við:
(38) Ekkert man ég þegar við fluttum úr
steinbænum við götuna og í nýja
timburhúsið sem var uppi í lóðinni, og
(sem) enn stendur
T þessari setningu, sem og hinum fimm, er
því hæst að gera ráð fyrir að evtt sé sem var
úr fvrri tilvísunarsetningunni, En um leið og
umsögninni er evtt hættir bað sem eft'r er
(upfii ílóðinni) að vera sjálfstæð setning, og
verður að forsetningarlið í aðalsetningunni,
eins og í (34). I stað þess að tengia saman
tvær tilvísunarsetningar, eins og í (38), teng-
ir or nú í yfirborðsgerð saman aðalsetningu
og tilvísunarsetningu í (34); þ.e. hefur í yfir-
borðsgerð stöðu tilvísunartengingar.
3.6 Evðingar og hömlur á þeim
Sjálfsagt verða ýmsir tortryggnir á slíkar
eyðinsar orða og setningarliða, og spyria sem
svo: Hvernig getum við leyft okkur að tala
um einhverja ,,eyðingu“ í setningum á við
(32)—(37); er ekki eðlilegast að gera ráð
fyrir að djúpgerðin sé eins og yfirborðsgerð-
in? Ef við gerum ráð fyrir einhverjum slílc-
um ,,eyðingum“, erum við þá ekki komin
út á hættulega braut og farin að fjarlægjast
raunveruleikann ískyggilega? Er þá hægt að
gera ráð fyrir alls konar setningarliðum í
djúpgerð og eyða þeim síðan eftir þörfum
með ummyndunum, þannig að þeir komi
hvergi upp á yfirborðið?
Rökin fyrir því að gera ráð fyrir eyðingu í
umræddum setningum eru raunar að nokkru
leyti komin fram; með eyðingunni getum við
skýrt hina afbrigðilegu notkun og hjá Lax-
ness, og sagt fyrir um hvenær hægt sé að
nota og sem tilvísunartengingu. En fleira
hangir á spýtunni; við getum nefnilega líka
sagt fyrir um hvenær ekki sé hægt að nota og
í þessu hlutverki. Það er sem sé þegar við
erum með setningar sem ekki er hægt að
hugsa sér að séu leiddar af djúpgerð þar sem
og er aðaltenging. Ef við lítum á setninga-
gerðirnar sem taldar eru upp í (9), þar sem og
kemur aldrei fyrir í tilvísunarmerkingu, sjá-
um við að þetta er einmitt sameiginlegt ein-
kenni þeirra. Sé eyðingartilgátunni hafnað,
er engin sérstök skýring sjáanleg á því að og
skuli aldrei notað í tilvísunarmerkingu í þess-
um setningum.
Um eyðinguna er það að segja að auðvitað
væri hægt að hugsa sér eyðingu heilla liða
eða setninga; en slík eyðing er vanalega tal-
in óleyfileg af því að hún er óafturkræf (non-
recoverable deletion, sjá t.d. Höskuldur Þrá-
insson 1979:310); þ.e., það er ekki hægt að
vita hvort eða hverju hefur verið eytt. Þannig
er óleyfilegt að segja að eyðingarummyndun
geti verkað á setningu eins og Hann kom i
gær, evtt atviksliðnum og gefið Hann kom.
Aftur á móti má evða t.d. frumlagi seinni
setningarinnar í tveim hliðskipuðum ef bað
hefur sömu tilvísun: Jón kom og ]ón drakk
kaffi; og fá út Jón kom og drakk kaffi (sbr.
Höskuldur Þráinsson 1980:88), af því að hér
15