Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 18
er eyðingin afturkræf; ljóst er hverju hefur
verið eytt. Um nauðsyn þess að gera ráð
fyrir eyðingu í slíkum hliðskipuðum setning-
um má lesa hjá Eiríki Rögnvaldssyni (1982);
um ýmsar aðrar eyðingar í íslensku hjá
Höskuldi Práinssyni (1979; einlcum 5. kafli).
Ekki er annað að sjá en bæði fornafnseyð-
ing og eyðing sem erlvar séu afturkræfar.
Að vísu getur stundum verið vafi um hvorri
réttara sé að gera ráð fyrir í einstökum setn-
ingum, og kann það að virðast mótbára gegn
eyðingartilgátunni. Eg held þó að svo þurfi
ekki að vera, því að merkingarlega skiptir
ekki máli um hvora eyðinguna er að ræða;
og það eru einmitt einkum merkingarleg rök
sem beitt hefur verið gegn óafturkræfri eyð-
ingu (sjá Höskuldur Þráinsson 1979:310).
3.7 Fastar og lausar tilvísunarsetningar
Að lokum er rétt að líta nánar á hvað
einkenni títtnefndar tilvísunarsetningar
tengdar með og merkingarlega; í hvers konar
merkingartengslum við aðalsetninguna þær
séu.
Stundum er gerður munur á föstum (rest-
rictive) og ^ausum (non-restrictive) tilvísunar-
setningum (og revndar fleiri gerðum auka-
setninga, sjá Haraldur Bessason 1975).
Kristján Árnason (1980:86) tekur sem dæmi
tvíræðni setningarinnar Eskimóar sem búa í
snióhúsum eru góðir veiðimenn. Hlutverk
tilvísunarsetningarinnar getur hér verið
tvenns konar: Annars vegar að afmarka á-
kveðinn hóp eskimóa, þ.e. þeir eskimóar sem
búa í snjóhúsum eru góðir veiðimenn, og er
bá gefið í skyn að til séu eskimóar sem ekki
búi í snjóhúsum. Slíkar merkingarþrengjandi
tilvísunarsetningar eru kallaðar fastar. Á
h.inn bóginn gæti setningin verið fróðleiks-
moli sem ætti við um alla eskimóa og mætti
umorða sem svo: Eskimóar búa í snjóhús-
um, og þeir eru góðir veiðimenn. Þá væri
um að ræða lausa tilvísunarsetningu.
Allar setningar sem ég hef fundið þar sem
Laxness notar og sem tilvísunartengingu eru
16
af síðari gerðinni, þ.e. svipar til lausra til-
vísunarsetninga. Við sjáum líka ef við athug-
um upptalninguna í (9), að þar er alls staðar
um að ræða setningar þar sem tilvísunar-
setningin blýtur eðli málsins samkvæmt að
vera föst.
En er þetta tilviljun; er hugsanlegt að fast-
ar tilvísunarsetningar séu tengdar með og,
þótt ég hafi ekki fundið þess dæmi? Við
fyrstu umhugsun gæti manni dottið í hug að
svo væri, með hliðsjón af setningum eins og
(39):
(39) Ég hlustaði á kvæðin sem voru góð
og skemmtileg og allir lofuðu
Tilvísunarsetningarnar geta hér bæði verið
fastar og lausar; merkt annaðhvort að ég hafi
bara hlustað á þau kvæði sem voru góð og
skemmtileg og allir lofuðu, en ekki hin; eða
verið nánari umsögn um kvæðin, en hafi ekki
þrengjandi merkingu. Við gætum því í fljótu
bragði búist við að með því að fella niður
sem voru fengjum við tilvísunarsetningu
tengda með og sem bæði mætti túlka sem
fasta og lausa:
(40) Ég hlustaði á kvæðin, góð og skemmti-
leg, og allir lofuððu
En svo er ekki; því að um leið og fyrri tih
vísunarsetningin er orðin að viðurlagi í aðal-
setningunni er hún aðeins til frekari fróð-
leiks en getur ekki þrengt merkinguna (sbr.
Kristján Árnason 1980:85—7). Ekki nóg
með það; þá er ekki beldur hægt að túlka
seinni tilvísunarsetninguna, og allir lofuðu,
sem fasta (merkingarþrengjandi) lengur, að
ég tel.
Ef seinni tilvísunarsetningin væri aftur á
móti tengd með sem, finnst mér gegna öðru
máli:
(41) Ég hlustaði á kvæðin, góð og skemmti-
leg, sem allir lofuðu