Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 21

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 21
ÞORIR OSKARSSON: STEINGRÍMUR THORSTEINSSON, BENEDIKT GRÖNDAL OG ROMANTÍSK HEIMSSKOOUN I. RÓMANTÍSK HEIMSSKOÐUN Rómantíkin eins og hún kom fram um aldamótin 1800 var að mörgu leyti andóf gegn hinu iðnvædda borgarsamfélagi. I þessu umhverfi sáu skáld og aðrir hugsuðir spilh ingu, ljótleika og ósamræmi. Þeir leituðu því einhvers veruleika sem stæði á hærra stigi, leituðu að einhverjum föstum gildum til að vega upp á móti hinni gildissnauðu veröld þar sem allt var á hverfanda hveli. Að þessu leyti markar rómantíkin í raun og veru upp- haf nútímabókmennta. En í stað þess að gera hina óskáldlegu borg að viðfangsefni skáld- skapar síns eins og franska skáldið Baudel- aire gerði síðar, héldu rómantíkerar burt úr borginni á vit þess veruleika sem þeir sáu fullkomnastan, þ.e. náttúrunnar. Jafnframt þessu var hugmyndafræði þessa samfélags (þ.e. almenn myndun merkinga og hug- mynda), vísindahyggja og skynsemistrú upp- lýsingarinnar dregin í efa, hafnað var efnis- hyggju 18. aldar þar sem litið var svo á að efnisheimurinn væri éini veruleikinn, og allt var skýrt á raunvísindalegum grundvelli og út frá þekkjanlegum lögmálum. í augum efn- ishyggjumanna var heimurinn risastór og flók- in vél sem stjórnaðist af eigin lögmálum. Og sömu sögu var að segja um manninn, einnig hann var einhvers konar vél. Að vísu var oft gert ráð fyrir guðlegu frumkvæði (það gerði t.d. Newton), en það náði ein- ungis til sköpunarinnar, litið var á guð sem einhvers konar æðri iðnaðarmann sem eftir að hafa skapað heiminn skipti sér ekkert af honum, en lét náttúruna um afganginn (de- ismi). í stað markhyggju (teleologi) kirkj- unnar, þ.e. þeirrar skoðunar að sérhver hlut- ur og fyrirbæri hefði tilgang og heimurinn stefndi að einhverju marki, kom nú löghyggja (determinismi), þ.e. að allt sé háð lögmálum orsaka og afleiðinga. Jafnframt þessu fór að bera æ meira á guðleysi. Með þessu þótti mörgum sem heimurinn hefði verið sneyddur öllu lífi og allri merk- ingu. I stað hinnar vélrænu heimsskoðunar settu menn (rómantíkerar) fram hugmynd um heiminn sem fullkomna lífræna heild (organisma). Þessi hugmynd var reist á hinni kristnu og nýplatónsku kenningu að heimur- inn eða öllu heldur náttúran væri tungumál guðs, birting eða tákn hinna guðlegu hug- mynda. Og andstætt upplýsingarmönnum sem vildu gera jörðina undirgefna manninum töldu rómantíkerar að hún væri heilög. Nátt- úran er eins og guð skapaði hana, þar ríkir samræmi, fegurð og upprunaleiki. Og með því að komast í snertingu við náttúruna kom- ast menn í snertingu við guðdóminn. Algyð- istrú (pantheismi) sem leitt hafði Giordano Bruno á bálið árið 1600 fór vaxandi, en þar var litið svo á að guð og náttúran væru eitt, að guð eða heimsandinn byggi í öllum hlut- um, jafnt stórum sem smáum. Hann er heild- in og það er ekki hægt að aðskilja hann frá sjálfum fyrirbærunum. Tvíhyggju (t.d. Des- cartes) um að efnið og andinn séu tvær and- stæðar myndir veruleikans var hafnað, en í stað þess kom einhyggja, efni og andi voru sameinuð, allt er eitt. Algyðistrú leiddi til guðleysis hjá sumum, t.d. hjá einum helsta heimspekingi rómantíkurinnar, Þjóðverjanum 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.