Mímir - 01.03.1983, Side 25
voru engar andstæður heldur einungis tvö
stig eilífðarinnar. En þetta er vissulega ekki
skoðun Steingríms. Hjá honum virðist
bernskan vera hinn glataði veruleiki, sá tími
þegar heimurinn var heill og einstaklingurinn
lifði í sátt við tilveruna og í beinum tengsl-
um við guð. Bernskan er tími hins fagra og
óspillta, áður en sorg og syndir heimsins
komu til sögunnar, sá tími þegar hugarburðir
andans fengu að skína óáreittir.
Þessi þrá eftir bernskunni kemur víða fyr-
ir í ljóðum Steingríms t.d. í Svanir eða Há-
fjöllin. I kvæðinu Skógarsjónin birtist þessi
söknuður sem nokkurs konar narkissismi. Það
sem mælandi kvæðisins þráir er hann sjálfur
áður en syndafallið skall á og hinn mannlegi
heimur gerði inrás í veröld hans. Skógarsjón-
in, unga stúlkan sem birtist skáldinu svo ó-
vænt er í raun og veru mvnd af honum sjálf-
urn.
Ur hennar bjarta svip mér sýndist skína
Það sálarlíf, sem fyllti mína þrá,
Sem systurlega drevmdi drauma mína
Og djörfum huga lyfti jörðu frá. (41)
En eins og Narkissus náði engu sambandi
við spegilmynd sína, eins missir Steingrímur
skógarsjónarinnar þegar heimurinn rumskar
við henni. Hin óbreytanlega æskufegurð er
enda ekki til nema í dauðanum. Fegurðin og
lífið verða eki sameinuð vegna þess að lífið
er stöðug framþróun. Og hugarburðir bernsk-
unnar leysast upp og hverfa út í buskann.
Eg eldri varð og hratt þeir sjónum hurfu,
Tá, hurfu til að birtast aldrei meir,
Oa fyrr en varði sorgir að mér surfu,
Jafn sárar þær sem fagrir voru þeir.
(Hugarburðir, 290)
Einungis minningin um fegurðina lifir eft-
ir, í senn töfrandi og særandi. Töfrandi
vegna þess yndis sem hún veitti skáldinu,
en særandi vegna þess að hann hefur enga
von um að endurheimta hina glötuðu para-
dís. Hugarburðirnir virðast endanlega tapað-
ir; og skáldið hefur enga tryggingu fyrir
heimkomu eftir dauðann, allt útlit er fyrir að
maðurinn sé moldarvera sem eigi ekki sam-
leið með hinni lifandi náttúru.
í bók sinni um Steingrím birtir Hannes
Pétursson drög að nokkrum ljóðum hans, n.k.
prósaljóð sem eru ort í síðasta lagi 1860—
1861. Þar kom hvað gleggst fram í verkum
Steingríms skilin milli mannlífsins og náttúr-
unnar; hugsjón skáldsins og veruleikinn ná
ekki að samþýðast, e.t.v. vegna þess að hann
getur gefið sig hvorugu fullkomlega á vald,
hann sættir sig ekki við veruleikann, en veit
að hugsjónin er að miklu leyti blekking. I
einu þessara ,,prósaljóða“, drögum að kvæð-
inu Nótt, ávarpar skáldið sólina, táknmynd
hugsjónarinnar, guðs sem er í senn fegurðin
og sannleikurinn.
Fagurt skín þú á hin fjarlægu fjöll, það er
sem ég sæi út úr veröldinni, út um glugga
fangelsis míns, inn_í Jieim. fegurðarinnar.
En þú ert villuljós, þú skín á himninum
til að spotta eymd vora, þú devr til að rísa
upp í dýrð, og vér lifum til að rotna.
I... I Hverf þú og láttu nóttina, systur
dauðans, breiða vængi sína yfir það, sem
er hennar, dagurinn villir, geislaglit hans
er tál, nóttin er dagur hins innra manna.'
Með því að skoða náttúruna sér skáldið
hve mannlífið er í raun og veru aumlegt;
allt deyr til að lifna á ný nema maðurinn,
hann lifir til að deyja og rotna. Sólin, tákn
fegurðarinnar er villuljós og dagurinn er ein-
ungis vitnisburður um takmörk og ófullkom
leika mannsins. Því er hann bölvaður. Nótt-
in og draumarnir eru eina hæli skáldsins.
Hugsjónin og raunveruleikinn verða ekki
sætt, það finnst engin málamiðlun þar á milli.
Jarðlífsfanginn eygir enga leið til að opna
þær dyr sem liggja milli veraldarinnar og
heims fegurðarinnar. Og dauðinn er engin
frelsun.
23