Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 27

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 27
dauðans aflraun fengi harín ríkulega umbun erfiðis síns, því þá mætti hann baða sig í tæru heiðarvatni nálægt guði. (Sjá kvæðið Svanur). En hver er þessi margumtalaði guð Stein- gríms. I bók sinni telur Hannes Pétursson að Steingrímur hafi haft ákveðið trúarvið- horf, þó „ekki kirkjulegt í venjulegri merk- ingu“.10 Hannes kveður þó aldrei verulega sterkt á um hvað falist hafi í þessu trúarvið- horfi Steingríms. Stundum virðist hann gera ráð fyrir persónulegum guði, en þegar hann ber saman trúartilfinningu Steingríms og Matthíasar Jochumssonar segir hann að trú Matthíasar sé kristileg, en „Steingríms frem- ur algyðisleg en kristileg“.11 I tengslum við þetta talar Hannes um „trúarlega lotning Steingríms fyrir náttúrunni; fegurð ættjarðar- innar er honum í senn móðurfaðmur og hlið himnanna“.12 I sjálfu sér er kannski engin sérstök á- stæða til að taka annaðhvort trúarviðhorfið eindregið fram yfir hitt. Með „góðri“ við- leitni má vafalaust finna hvorutveggja stað í ljóðum Steingríms. Þó sakar víst ekki að athuga þetta örlítið nánar. Eins og áður var sagt er helsti munur á kristinni trú og algyðis- trú sá að í algyðistrú er ekki gert ráð fyrir persónulegum skapandi guði sem er aðskil- inn frá veröldinni, heldur er heimurinn guð- legur af sjálfum sér, guð býr í öllum hlut- um og fyrirbærum og því er allt þetta ó- forgengilegt. Ándi og náttúra eru tengd í eina alheimssál. Munurinn er sem sagt á einhvggju og tvíhyggju. Eins og segir hér að framan er Steingrím- ur a.m.k. á stundum í miklum vafa um að maðurinn sé af sama eðli og hin lifandi nátt- úra. Hins vegar dvrkar hann hana svo að segja skilyrðislaust. Náttúran er hinn mikli endurlausnari sem gefur öllu líf og lit og fær heiminn til að sýnast bæði víður og fag- ur. Og æðsta löngun skáldsins er að sam- einast þessum veruleika. Þannig segir í kvæð- inu Sólskins-skúrinn: Ó, mín móðir, alnáttúra! Öpna mér þitt kærleiks djúp. (127) I þessu kvæði er guð hvergi nefndur á nafn og af því mætti e.t.v. ráða að hér komi fram algyðistrú Steingríms. Orðið „alnátt- úra“ stæði þá í sömu merkingu og orðin heimsandi eða alheimssál. Fleiri kvæði Stein- gríms, t.d. Gilsbakkaljóð og Háfjöllin gætu einnig stutt þessa hugmynd, að ekki sé talað um erindið fræga úr Lífshvöt, þar sem talað er um að guð sé jafnt í hinu einstaka fyrir- bæri sem í heildinni. Trúðu á tvennt í heimi, Tign sem hæsta ber, Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. (92) Hér virðist Hannes Pétursson þó ekki gera ráð fyrir algyðistrú, segir að „guð í sjálfum þér“ sé speglun guðs eða „sú hlut- deild, sem maðurinn getur öðlaztí honum“.ls Ef þessi skýring Hannesar er rétt fyllir þetta erindi flokk margra ljóða Steingríms þar sem sú löngun kemur fram að verða þátttakandi í hinum ídeala heimi sem náttúran speglar eða ber vitni um með einhverjum öðrurn hætti. Oft er náttúrunni líkt við kirkju og skáldið talar um .að hann lesi „guðspjöll í blómum“ (Kirkja vorsins, 292). Og sólin eða stjörnurnar eru iðulega sýnd sem tákn guðs eða auga hans, jafnframt því sem þau eru tákn hinnar himnesku fegurðar og hrein- leika. I kvæðinu Eftir sólarlagið verða „roða- skýin skæru“ tákn þessa guðlega veruleika. Geislið þér sem draumar Gullvængjaðir Vesturlofts um vega; Svo skín fegurð Á sannleiks himni I heirni hugsjóna. (260) Samlíkingin undirstrikar skilin milli veru- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.