Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 27
dauðans aflraun fengi harín ríkulega umbun
erfiðis síns, því þá mætti hann baða sig í
tæru heiðarvatni nálægt guði. (Sjá kvæðið
Svanur).
En hver er þessi margumtalaði guð Stein-
gríms. I bók sinni telur Hannes Pétursson
að Steingrímur hafi haft ákveðið trúarvið-
horf, þó „ekki kirkjulegt í venjulegri merk-
ingu“.10 Hannes kveður þó aldrei verulega
sterkt á um hvað falist hafi í þessu trúarvið-
horfi Steingríms. Stundum virðist hann gera
ráð fyrir persónulegum guði, en þegar hann
ber saman trúartilfinningu Steingríms og
Matthíasar Jochumssonar segir hann að trú
Matthíasar sé kristileg, en „Steingríms frem-
ur algyðisleg en kristileg“.11 I tengslum við
þetta talar Hannes um „trúarlega lotning
Steingríms fyrir náttúrunni; fegurð ættjarðar-
innar er honum í senn móðurfaðmur og hlið
himnanna“.12
I sjálfu sér er kannski engin sérstök á-
stæða til að taka annaðhvort trúarviðhorfið
eindregið fram yfir hitt. Með „góðri“ við-
leitni má vafalaust finna hvorutveggja stað
í ljóðum Steingríms. Þó sakar víst ekki að
athuga þetta örlítið nánar. Eins og áður var
sagt er helsti munur á kristinni trú og algyðis-
trú sá að í algyðistrú er ekki gert ráð fyrir
persónulegum skapandi guði sem er aðskil-
inn frá veröldinni, heldur er heimurinn guð-
legur af sjálfum sér, guð býr í öllum hlut-
um og fyrirbærum og því er allt þetta ó-
forgengilegt. Ándi og náttúra eru tengd í eina
alheimssál. Munurinn er sem sagt á einhvggju
og tvíhyggju.
Eins og segir hér að framan er Steingrím-
ur a.m.k. á stundum í miklum vafa um að
maðurinn sé af sama eðli og hin lifandi nátt-
úra. Hins vegar dvrkar hann hana svo að
segja skilyrðislaust. Náttúran er hinn mikli
endurlausnari sem gefur öllu líf og lit og
fær heiminn til að sýnast bæði víður og fag-
ur. Og æðsta löngun skáldsins er að sam-
einast þessum veruleika. Þannig segir í kvæð-
inu Sólskins-skúrinn:
Ó, mín móðir, alnáttúra!
Öpna mér þitt kærleiks djúp. (127)
I þessu kvæði er guð hvergi nefndur á
nafn og af því mætti e.t.v. ráða að hér komi
fram algyðistrú Steingríms. Orðið „alnátt-
úra“ stæði þá í sömu merkingu og orðin
heimsandi eða alheimssál. Fleiri kvæði Stein-
gríms, t.d. Gilsbakkaljóð og Háfjöllin gætu
einnig stutt þessa hugmynd, að ekki sé talað
um erindið fræga úr Lífshvöt, þar sem talað
er um að guð sé jafnt í hinu einstaka fyrir-
bæri sem í heildinni.
Trúðu á tvennt í heimi,
Tign sem hæsta ber,
Guð í alheims geimi,
Guð í sjálfum þér. (92)
Hér virðist Hannes Pétursson þó ekki
gera ráð fyrir algyðistrú, segir að „guð í
sjálfum þér“ sé speglun guðs eða „sú hlut-
deild, sem maðurinn getur öðlaztí honum“.ls
Ef þessi skýring Hannesar er rétt fyllir þetta
erindi flokk margra ljóða Steingríms þar sem
sú löngun kemur fram að verða þátttakandi
í hinum ídeala heimi sem náttúran speglar
eða ber vitni um með einhverjum öðrurn
hætti. Oft er náttúrunni líkt við kirkju og
skáldið talar um .að hann lesi „guðspjöll í
blómum“ (Kirkja vorsins, 292). Og sólin
eða stjörnurnar eru iðulega sýnd sem tákn
guðs eða auga hans, jafnframt því sem þau
eru tákn hinnar himnesku fegurðar og hrein-
leika. I kvæðinu Eftir sólarlagið verða „roða-
skýin skæru“ tákn þessa guðlega veruleika.
Geislið þér sem draumar
Gullvængjaðir
Vesturlofts um vega;
Svo skín fegurð
Á sannleiks himni
I heirni hugsjóna. (260)
Samlíkingin undirstrikar skilin milli veru-
25