Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 28

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 28
leikans og heims hugsjóna. Hér er þannig ekki um neina algyðistrú að ræða, náttúran er einungis táknmynd hins æðri veruleika, en ekki samsöm honum. Mörg eru líka þau kvæði þar sem Stein- grímur er greinilega að tala um persónlegan guð, t.d. Lofsöngur, Um bláskeið heimsim eða sálmurinn Nú dagur þven og nálgast nótt sem einhverra hluta vegna er ekki að finna í heildarútgáfu Ijóða Steingríms, en þar er m.a. sagt: ó, faðir ljóss og alls, sem er, gef öllum frið og hvíld í þér.1'1 Af öllu þessu má sjá að því fer víðs fjarri að hægt sé að fella trúarhugmyndir Stein- gríms inn í eitthvert þröngt og afmarkað kerfi. Engu að síður er það augljóst að hann hefur að minnsta kosti víða í huga þann guð sem kristnir menn djirka, hvort sem unnt er að kalla hann rétttrúaðan (orþódox) eða ekki. Að mörgu leyti held ég það fari vel að segja um trú Steingríms það sama og Soren Holm segir um guðstrú rómantíkera almennt í bók sinni Romantiken: Romantikernes Gudsopfattelse var en Mellemting mellem Pantheisme og The- isme, . . . /— / For Romantikerne var Gud i Himlen og overalt, han var Natur- ens Sjæl, og han var samtidig den hele Verdens Skaber.lu IV. BENEDIKT GRÖNDAL Ef nefna ætti einhvern hugmyndafræðing rómantíkurinnar hér á landi, þá væri það helst Benedikt Gröndal. Ekki er þó hægt að segja að hann kanni neitt hinar innri forsend- ur stefnunnar, þannig er hann sér ekki eins samfélagslega meðvitaður og t.d. Steingrímur. Nútíminn er honum að vísu ógeðfelldur og í anda fjölmargra rómantíkera yrkir hann ást- arkvæði til fortíðarinnar þegar allt var gott og fagurt, hetjurnar miklar og fólkið frjálst. En hann getur einnig slegið á aðra strengi. Þannig er hann sjálfsagt einn fárra róman- tíkera sem yrkir lofkvæði til borgarinnar, uppsprettu alls ills (Vitnað er í Ritsafn I, 1948). Reykjavík í veraldar krík, voldug ertu og fögur! Hvergi eru ríki heims þér lík, herma það allar sögur. (Vorvísa, 99) Þetta kvæði er að vísu nokkur undantekn- ing meðal ljóða Gröndals, því yfirleitt sér hann einungis ljótleika, fals og spillingu í samtímanum. En eins og Steingrímur gerði sér grein fyrir mótsögninni milli hugsjónar og veruleika, eins er Gröndal ídealisti út í ystu æsar. Samfélagið og veruleikinn fá á engan hátt truflað hann, það komast aldrei að neinar efasemdir um gildi hugsjónanna. Að þessu leyti er hugmyndaheimur hans miklu mun heilsteyptari en Steingríms. Og þó Gröndal sveiflist stundum öfganna á milli, þá er ekki hægt að tala um verulegar and- stæður eða mótsagnir í skáldskap hans. Grön- dal er fyrst og fremst vitsmunalegt skáld sem hefur ætíð vald á hugsunum sínum og til- finningum. Mótsagnirnar birtast þannig yfir- leitt sem írónía eða skop sem beinist jafnt að honum sjálfum og öðrum. En þó skáldskapur Gröndals sé með nokk- uð öðrum hætti en skáldskapur Steingríms eiga þeir vissulega mjög margt sameiginlegt, svo sem tilfinninguna fyrir að vera úr takt við samtímann og aðra menn. I kvæðinu Ljóðheimar lýsir Gröndal eðli þessa undar- lega fyrirbæris sem skáldið er, sem er ,,bor- inn annarlegum heim“, en á þó samt ,,að byggja manna sveim“ (143). En þessi skil milli veruleikans og heims skáldskaparins valda Gröndal engum áhyggjum. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.