Mímir - 01.03.1983, Síða 41

Mímir - 01.03.1983, Síða 41
Þremenningarnir segja að það „skjóti dáld- ið skökku viö að bókin fjailar allt eins um ýmis önnur skáld, svo sem Stein Steinarr, Jó- hannes úr Kötlum og Jón úr Vör.“ Varðandi þetta minni ég aðeins á það sem allir vita að atómskáidin voru aldrei ein í landinu, þó að þau hefðu um margt sérstöðu, — þau lifðu ekki né störfuðu án tengsla við umhverfi sitt, önnur skáld og ljóðagerð þeirra. Á atóm- skáldatímabilinu var módernismi í Ijóðagerð ekki einskorðaður við þau. Þá segja þeir fé- lagar að það sé „óeðlilegt“ að ég taki líka dæmi úr Ijóðum annarra en atómskáldanna þegar ég lýsi einkennum módernra ljóða. Mér þætti gaman að heyra rök fyrir því að þetta sé óeðlilegt. Eg er einmitt að lýsa einkennum módernra ljóða og ekki bara atómskáldanna. Og þó að það sé áreiðanlega kunnugra en frá þurfi að segja öllum þorra háskólastúd- enta, þá verð ég enn að árétta að atómskáld- in voru ekki einu módernistarnir, ekki held- ur á atómskáldatímabilinu 1945—1955. Það er hugarburður þeirra þremenning- anna að ég telji atómskáldin ein vera frum- kvöðla módernismans í íslenskri ljóðagerð. Þeir sem lesa bókina með opnum augum, sjá að ég legg t.d. áherslu á hlut Steins Steinars og Jóns úr Vör sem brautryðjenda módernrar Ijóðagerðar og fyrirrennara atómskáldanna. Þeir félagar býsnast yfir því æ og aftur að ég skuli ekki rýna hugmyndafræði allra ljóða atómskáldanna niður í kjölinn. Þeir reisa sem sagt þá kröfu að bókin eigi að fjalla um ann- að en hún gerir, og síðan er ráðist á verkið af mikilli hugdirfsku út frá þessu sjónarmiði og lítið skeytt um markmið bókarinnar sem er þó rækilega tilgreint í henni sjálfri. Með slíkri afstöðu er auðvitað auðveldast að láta sér allt illa líka. Með garpskap af þessu tagi er hægt að rakka niður hvaða verk sem er, og vissulega eru þeir til sem ástunda slíkt í miklu ríkara mæli en gert var í Mími.* En ástæðurnar fyrir því að ég fór ekki út í hugmyndafræðilega gagnrýni í smá- atriðum eru allmargar. T.d. sú að þá hefði bókin orðin of stór fyrir útgefandann nema þá að ég felldi niður verulegan hluta af efni hennar. Auðvitað er það alltaf matsatriði hvað skal birta og hverju sleppa í riti sem þessu. Ég get vel skilið ósk þremenninganna um meiri hugmyndafræðirýni, en mér finnst það ekki afsaka fljótfærnislegar ályktanir þeirra. I öðru lagi vil ég benda á að í bókinni er allnokkuð vikið að viðhorfum og hug- myndafræði sem birtist í ljóðum atómskáld- anna. I henni er fjallað um inntaksbreytingu tilverunnar sem þarfnaðist nýrra forma til tjáningar, það er getið um hina nýju reynslu og áhrif hennar á vitund ungra skálda sem töldu að ekki væri hægt að tjá hana í gömlu formunum, og einnig er vikið að því hvernig hið nýja inntak birtist í nýjum formum. Varð- andi hugmyndafræðigagnrýni einstakra ljóða er rétt að taka það fram að sjálfsagt á einhver eftir að vinna nákvæmnisverk á þessum atrið- um, en henni var ekki ætlaður staður í þessu verki mínu. Ég hef hins vegar ekki trú á því að nákvæm hugmyndafræðileg úttekt á ljóð- unum eigi eftir að leiða í ljós nein önnur meginatriði en fram koma í yfirlitsniðurstöð- um mínum um þetta. Þá er rétt að geta þess að hugmyndafræði atómskáldanna kemur elcki einungis fram í ljóðum þeirra heldur líka í skoðanalegum málflutningi þeirra. Hinni ídeólógísku baráttu þeirra og sjónarmiðum eru gerð talsverð skil í bókinni. Það er margt fleira sem gaman væri að ræða í sambandi við grein þeirra þremenn- inga í Mími, en ég vil samt ekki lengja mál mitt öllu meira að sinni. Ég verð þó að víkja að einu mikilvægu atriði til viðbótar. Innan um ýmis konar brigslyrði og vandlætingar ræða þremenningarnir með vanþóknun um að ég sýni og kanni og láti viðfangsefnið skýra * Varðandi bók mína á það við um einstaklega grautarlega grein Ólafs Jónssonar í Skírni 1981. Ofan á margar rangfærslur og sleggjudóma fullyrðir hann að mér hafi láðst að setja eitt og annað í bókina og hunsar algerlega greinargerðina um ætl- unarverk hennar. 39

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.