Mímir - 01.03.1983, Side 42
sig sjálft, eins og þeir orða það, — láti heím-
ildirnar tala. Ritið sé þess vegna eins konar
,,undirbúningsvinna“. Pað er nokkuð til í
þessu, en það er hins vegar ranglega álykt-
að hjá þeim að fyrir þetta sé ritið „hálfklár-
að verk“. Bókin geymir ýmsar frumathugan-
ir á ákveðnu skeiði íslenskrar ljóðagerðar.
Fyrir mér vakti að kanna ákveðin atriði mód-
ernismans, reyna að kortleggja hann á ís-
lensku sviði, ef svo mætti segja. Ollum má
vera ljóst að þegar ég hóf þetta verk var svo
að segja allt óunnið á þessum vettvangi og
heimildir dreifðar og ókannaðar. Eg geri mér
vonir um að þetta rit mitt geti verið upphafið
að nákvæmari rannsóknum í einstökum atrið-
um á afmarkaðri sviðum. Það er vel ef ritið
getur vakið málefnalega umræðu og umhugs-
un um atómskáldatímabilið og aðdraganda
þess eins og það hefur þegar gert á fundi ís-
lenskunema í Háskóla Islands.
Starf mitt og aðferð voru að verulegu leyti
fólgin í því að draga saman heimildir, vísa
á þær, vinna úr þeim, sýna þær í samhengi og
í samprófun. Það er ásetningur minn að leyfa
heimildunum að tala sem mest þó að ég að
sjálfsögðu dragi mínar ályktanir og setji fram
niðurstöður. Mér er ljóst að menn verða
seint sammála um íslensku ljóðbreytinguna.
Hún hefur löngum valdið deilum og kallað
fram furðulega vanstilltar álitsgerðir. Enn
virðast sumir þættir málsins viðkvæmir, en
mikilvægt er að geta rætt það fordómalaust
og án þess að telja sig hafa fundið stórasann-
leik í málinu eða heimta hann af öðrum. Bók
mín um atómskáldin er framlag til rannsókna
á íslenskri nútímaljóðlist, en henni var aldrei
ætlað að flytja lausnarorðið um hana. Ég
vona hins vegar að hún geti vísað mönnum
til átta á leiðinni sem aldrei tekur enda, nefni-
lega vegi bókmenntakönnunar, og ég hef
reyndar íengið marga vitnisburði um að hún
hefur gert það.
40