Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 46
hvíldarlaus en fær hvíld og ró þegar hann
iðrast:
XVII,12. hjálparlaus sál má heita,
hvíldar ei kann sér leita.
XVII,17. sálin hryggðarlaust hvílir.
Henni guðs miskunn skýlir.
Pessi sálmur er einnig ríkur af myndhverf-
ingum, blóðdropar Jesú eru lausnargjald (t.d.
7. og 6. er.) og Miskunnin er akurinn (t.d.
6. er.).
Sálmurinn í heild er í raun ein mynd eða
myndhverfing þar sem öll hugsun er sögð í
myndum sóttum úr raunveruleikanum og
auðskildum.
Andstæður
Það má segja að eitt megineinkenni að-
ferðar Hallgríms sé að draga fram andstæður.
Oft er um hliðstæður að ræða, eins og Jesús-
höfuðprestarnir sem fela þó í sér gundvall-
arandstæður, en stundum koma þessar and-
stæður fram innan sama erindis og skapa
þannig togstreitu og spennu:
XVII,14. f.hl. : Faðirinn falt það lét,
s.hl. : ef sonurinn gjald
það greiddi,
XVII,16. f.hl. : dýrasta gjald það var,
s.hl. : keyptan akur því
eigum,
Þessi tvískipting sama erindis er mjög ein-
kennandi fyrir Hallgrím og skapar hún mikil
átök í sálminum.
Eins og fvrr segir skapast líka andstæður í
efnismeðferð ogunpsetningu. Fvrst eru dregn-
ar uop mjög neikvæðar myndir í mörgum
erindum (8. - 12. er.), bersyndug sál í út-
legð, síðan greiðir Jesús gjald sitt (13. - 16.
er.) os? þá tekur myndin stakkaskiptum og
sálin fær hvíld (17. - 20. er.). Einnig felst
ákveðin togstreita í þeirri aðferð Hallgríms
að kynna í byrjun ákveðnar aðstæður sem
eru í píslarsögunni og leggja síðan frjálslega
út frá þeim en vera um leið mjög trúr sög-
unni.
Endurtekningar
Endurtekningar geta verið með ýmsu móti,
bæði endurtekning á hugsun eða einstökum
orðum og orðasamböndum. Endurtekningar
á sömu hugsun eru mjög algengar í þessum
sálmi og með þeim leggur Hallgrímur áhersl-
ur. Til þess að gera frelsun mannanna enn
mikilfenglegri og nauðsynlegri fyrir andlega
heilsu manna lclifar skáldið í þremur erind-
um í röð, 10. - 12. erindi, á eymd mannanna
bæði þessa heims og annars. Þannig verður
fórn Jesú miklu áhrifaríkari þegar hún kem-
ur strax á eftir.
Endurtekningar á sömu orðum ganga í
gegnum allan sálminn og tengjast líka meg-
instefi hans, akur — gjald. Með þessum end-
urtekningum fær sálmurinn á sig sterkan
heildarblæ. Breyttar endurtekningar á orða-
lagi koma líka fyrir í sálminum, t.d.:
XVII,15. húðstrýktur, kvalinn,
krýndur,
á krossi til dauða píndur.
Formleg atriði
Hallgrímur fer mjög reglulega með bragar-
háttinn sem er stafrímaður háttur með þrem-
ur risum, með karlrími í fyrri hluta en kven-
rími í seinni hluta hverrar vísu.
Skáldið getur lagt ákveðna merkingu í rím-
orð og stuðla og sett veigamikil orð á áherslu-
staði í hverju erindi. í fljótu bragði er ekki
hægt að merkja slíkar tilhneigingar í sálmin-
um enda er bragarhátturinn mjög einfaldur
og býður ekki upp á mikil tilþrif með formið.
Hér er ein undantekning, sem er að í bæna-
versunum sjö í síðari hluta sálmsins er rímið
miklu persónulegra en í sálminum annars. I
níu af fjórtán rímpörum í seinustu sjö erind
unum eru 1. og 2. persónu- eða eignarfornöfn
rímorðin, en til samanburðar er aðeins eitt
44