Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 47

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 47
rímpar í hinum 20 erindunum myndað þannig. Notkun tíða er mjög breytileg og sveiflast Hallgrímur í tíðanotkun í einu og sama vers- inu. í byrjun sálmsins er nútíð og þátíð ríkj- andi en síðan koma orð í framtíð og í lokin er þátíðin algerlega horfin. Þetta er að vísu skiljanlegt því að í upphafi ræður textinn ríkjum en í lokin verður Hallgrímur persónu- legri og almennari. Heild í sálminum er hreyfing. Atburðir gerast sem skapa óróa sem leysast síðan og ró kemst út (útlegð) nt/þt. synd órói inn nt/frt. miskunn himnesk kyrrð Hver sálmur stendur þess vegna einn sem heild því að þau vandamál og sú ókyrrð sem er vakin er friðuð aftur og himneskur friður ríkir í bæninni. 25. SÁLMUR Um Pílatí rangan dóm Efni og uppbygging Textinn er í tveimur fyrstu erindunum og fjallar hann um Pílatí rangan dóm yfir Jesú. Pílatus var huglaus og þorði ekki að dæma rétt því þá fengi hann allan lýðinn á móti sér. Hann þvær hendur sínar af grimmdarverkinu og í múgæsingu tók fólkið ákvörðunina í sín- ar hendur. í þriðja versi tekur síðan útlegg- ingin við og nær allt til 10. vers en þá snýr Hallgrímur sér í bæn til drottins. Meginstef og úrvinnsla Meginstefin í þessum sálmi tengjast að venju textanum. Pílatus dæmdi ranglega af því hann þorði ekki annað og í útleggingunni er það óttinn sem knýr fólk til ranglátra dóma. Hér er það ekki eins og í 17. sálmi að ákveðin orð séu endurtekin og fléttist saman. Hér er miklu frekar um endurtekningu sömu hugsunar að ræða: rangláta dóma, mútur, hræðslu manna og hræsni. I 3. versi segir Hallgrímur að Pílatus hafi viljandi dæmt ranglega en leiðir síðan hugann að sinni eig- in samtíð: XXVIII,3. Guð gefi, að yfirvöldin vor varist þau dæmi glæpa stór. Petta er hógværlega orðað en brátt harðnar tónninn og í 4. versi deilir hann á hræsni mannanna sem þykjast kristnir en stunda þó svipað athæfi og Pílatus forðum. Og í síð- ari hluta þessa erindis vísar hann í píslarsög- una þegar hrösun og fljótfærni almúgans verð- ur til að skálkar og yfirmenn græða. Múturn- ar dylja vonskuverkið: XXVIII,5. Máske og þigg mútur hinn meir en Pílatus þetta sinn. Hér er sama aðferðin og í þriðja versi, að hnýta aftan við vers, sem er meira lýsing en ádeila, hárbeittum broddi sem vekur spurn- ingu: hvað er skáldið að meina? í sjötta er- indi kemur loks svarið og reiðilesturinn yfir dugleysi og spillingu samtímans: XXVIII,6. Eg spyr, hvað veldur, ódyggð flest eykst nær daglega og fjölgar mest? Umsjónarleysi er orsök hæst, eigin hagsmunir þessu næst. Miskunn, sem heitir skálkaskjól, skyggnist eftir um fánýtt hól. Óttinn lögin svo þvingar þrátt, þora þau ekki að líta hátt. En nú er nóg kveðið. Skipt er um sjónarsvið og aftur vikið að textanum, handaþvottinum. I 7. og 8. versi leikur hann sér að þvottin- um og minnir á orðaleikina í 17. sálmi. Pílatus heldur hann geti hreinsað sig af ódæðisverk- um en allt sér drottinn svo það er gagnslítið. Eina laugin sem er hrein eru iðrunartárin og 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.