Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 48

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 48
blóð Jesú og aðeins með því að þvo sér ur þeirri laug hreinsast hjartað. Hér teflir hann fram andstæðum sem eru samstæður í senn: V eraldlegt Pílatus vatn hræsnisþvottur Andlegt Maðurinn iðrunartár/blóð Jesú hjartaþvottur í þriðja hluta útleggingarinnar kemur hann að múgæsingunni og illa grunduðum slagorð- um sem mælt eru í reiði og hugsunarleysi. Fyrri hluti 9. erindis er þverstæða, lvðurinn bað um blóðhefnd, um það blóð sem eitt gat þvegið manninn af synd heimsins. Síðari hlutinn er síðan heilræði þar sem hann setur þetta fram á hnitmiðaðan hátt. Meginstefin í þessum sálmi skiptast í þrennt í útleggingunni: 1) Dómur Pílatusar — Ótti/Mútur (1. og 3. - 6. erindi) 2) Handaþvotturinn — Hræsnin (2. og 7. - 8. erindi) 3) Hróp almúgans — Hugsunarleysi (2. og 9. erindi) Bænagjörðin í síðasta erindinu sameinar síðan þessa þrjá hluta og snýr þeim upp í lofgjörð til drottins. Jesús var dæmdur en hann verð- ur sjálfur dómari okkar mannanna og biður Hallgrímur hann um að snúa dómsmönnum þessa heims frá villu síns vegar. Síðustu tvær Ijóðlínur erindisins sem eru nánast endurtekn- ing á síðustu vísuorðum 2. vers, orðunum sem lýðurinn æpti í reiði sinni, fá allt aðra merkingu í því samhengi sem þær eru nú í: XXVIII,10. Dottinn Jesú, sem dæmdur vart, dómari kemur þú aftur snart. Dómsmenn láttu til dýrðar þér dómana vanda rétt, sem ber. Þvo þú hendur og hjörtu með. Hrein trú varðveiti rósamt geð. Þitt blóð flekklaust, sem flóði á kross, frelsi það börnin vor og oss. Myndmáí Það efni sem Hallgrímur yrkir um í þess- um sálmi er miklu áþreifanlegra en efni 17. sálms. Hann þarf því ekki að grípa til mynda, í eins ríkum mæli og þar, því að atvikin skýra sig sjálf. Til þess að skýra út von'skuverk Píla- tusar tekur hann dæmi úr sinni eigin samtíð sem viðmiðun. Það er einungis þegar hann talar um handaþvott Pílatusar sem ástæða er til að grípa til myndmáls. Hjartaþvotturinn er andstæða hans og skýrist í samhengi við hann, hann er hreinn og tær. Andstæður í þessum sálmi notar Hallgrímur hliðstæð- ur úr sinni eigin samtíð til frekari skýringar: Pílatus — Dómarar 17. aldar hræsni — hræsni (t.d. í trúmálum) hræðsla — ótti við yfirboðara mútur — mútur Þó að 1700 ár skilji á milli þá viðgengst sama athæfið og svikin. I 10. versi teflir hann fram andstæðu gegn þessum mönnum, Jesú sjálfum sem verður dómari okkar allra. Andstæður koma líka fram í handaþvottin- um sem spratt af hræsni en hjartaþvotturinn er því aðeins mögulegur að maður iðrist í hjarta sínu. Flandaþvotturinn er áþreifanlegur en hjartaþvotturinn er huglægur og þarf því hlutlæga samsvörun. Þessi sálmur er skýrari og opnari en 17. sálmur og auðskildari. Hallgrímur notar hvorki myndmál né andstæður í eins ríkum mæli og þar. Endurtekningar Endurtekning á hugsun fer eftir kafla- skiptingunni sem er í útleggingunni. í 7. og 8. versi klifar hann t.d. mjög á orðunum þvo -— vatn/blóð. En slíkar endurtekningar fara eftir efniriu hverju sinni. Formleg atriði Þessi sálmur er undir sálmahætti og er rímið alltaf karlrím, aabbccdd. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.