Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 49

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 49
Þessi sálmur er ekki eins persónulegur og 17. sálmur enda sést það á notkun rímorða sem eru mjög almenn í gegnum allan sálm- inn. Hallgrímur talar ekki í 1. persónu held- ur biður hann um lausn til handa öllum mönnum. Tíðanotkun er samskonar og í 17. sálmi. I upphafi er þátíð ríkjandi, þó aðeins í fyrstu þremur versunum, síðan tekur nútíðin alfarið við því að spilling samtímans er honum mjög ofarlega í huga. Erindi vinna saman eins og áður hefur komið fram. Oft skiptist sama erindið í tvennt. Fyrri hlutinn er oft lýsing en síðari hlutinn ályktun og ráðlegging til mannanna. Sérstaklega verður þessarar skiptingar vart í seinni hluta sálmsins, þegar Hallgrímur hefur lokið við að hella úr skálum reiði sinnar. Fram að sjöunda versi er líka spenna og stíg- andi sem nær hámarki í ádeilunni í sjötta versi en síðan færist ró yfir þar til friður ríkir að lokum. Hver sálmur er þannig sjálfstæð heild með boðskap sem gengur upp að lok- um. 48. SÁLMUR Um Jesú síðusár Efni og uppbygging Sálmurinn fjallar um sár Krists. Textinn er í fyrstu þremur erindunum. Jesús er látinn á krossinum og einn stríðsmannanna leggur spjóti í gegnum síðu hans svo að blóðið fossar út. I fjórða erindi hefst útleggingin út frá efni 3. erindis, sárum og blóði Krists, sem endar síðan í bæn. Meginstef og úrvinnsla Meginstefið í þessum sálmi er einfalt en útlegging Hallgríms er slungin og hugvits- samleg. Hann leggur út frá orðunum, síðusár /síða — blóð/vatn. Hann skoðar þau út frá öllum hugsanlegum sjónarhornum, þ.e. eins og trú hans bauð honum. 4. erindið er nokkurs konar hvíldarhlé áð- ur en sjálf útleggingin hefst. Þar er drottinn sýndur í andstöðu við stríðsmennina og illsku þeirra: XLVIII,2. Stríðsmönnum hann bauð að brjóta beinin þeirra, og svo var gert. XLVIII,4. hann vill ei týnist bein né brotni. í næstu tveimur erindum, sem mynda par, er viðfangsefnið það sama, sköpunin. Til þess að skýra betur sköpun kirkjunnar tekur hann til samsvörunar sköpun konunnar af síðu Adams og fer það erindi á undan. Hann notar svipuð orð í báðum versunum og hugsunin tengist geysivel saman: Adam svaf síða Eva nafngift vaknaði Jesús svaf síðusár heilög kristni nafngift upprisan 7. versið er nánari útlegging á þessum er- indum og ábending hvernig á að túlka skírn- ina. Allir sjá vatnið sem við erum skírð upp úr en aðeins ef þú ert sanntrúaður geturðu greint að það er blóð Krists. Enn er tilvísun í textann, vatn—blóð. Næstu þrjú erindi eru síðustu erindi sálms- ins og fjalla þau um síðusár Jesú og hið óstjórnlega blóð sem flóði um krossinn. Lausnargjaldið fyrir mennina var mikið þess vegna hlýtur syndin að hafa verið stór. Næstu sex erindi, 11. - 16., skiptast í þrjú pör. Þau byggjast öll eins upp, þannig að fyrra erindið er tilvísun í forsögu kristninnar en hið síðara er samlíking við þann texta sem um er verið að fjalla í sálminum. I 11. og 12. crindi er tekin samlíking við skepnurnar í Nóaflóðinu sem björguðust á örkinni, eins björgumst við ef við eigum athvarf í Kristi. Erindin samsvara hvort öðru bæði efnislega og í orðalagi á sama hátt og 5. og 6. erindi: 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.