Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 54
Beitráge zur Pornolinguistik
í hinni ágætu orðsifjabók Pokornys (1959:
1023) er upplýst að miðháþýska orðið storch
þýðir „penis“ og að þetta er sama orðið og
ísl. storkur, þýska Storch. Hér munu færðar
að þeim fyndist jafnvel sem um annað hljóð
að mhþ. merking orðsins sé sú upprunalega.
E.t.v. hefur hún samt komist á kreik fyrir
einhverja vangeymslu.
Alkunn er sú saga að storkurinn komi með
börnin. Merking mhþ. orðsins er þó alls ekki
leidd af heiti fuglsins, heldur hefur þótt til-
valið að draga hann til ábyrgðar þar eð hann
verpti í hreiður sitt á skorsteininum — með-
an hinn raunverulegi storkur verpti í öðru-
vísi hreiður inni í hlýjunni. Pokorny heldur
því að vísu fram að fuglinn hafi hlotið nafn
sitt „vom steifen Gange“ (þ.e. vegna síns
stífa gangs; sbr. de Vries 1961:55lb). Ekki
hróflar þetta þó við tilgátunni, heldur styrkir
hana. Einnig er Pokorny óviss um hvort
gríska orðið tórgos „gammur“ eigi hér heima
og segir „eig. steif = gross?“ (þ.e. eiginlega
„stífur = stór?“). Nú verður morgunljóst að
hér þarf engin spurningarmerki. Enn frekari
stuðning fær tilgátan af baiernsku stork
„veiðistöng“ sem sýnir í svipleiftri stellingar
sportveiðimanna. Ennfremur tírólska stork
„nabbi, kvistur, trjábútur“.
Nú eru þeir tímar þegar konur kvænast og
karlar giftast -— og þykir ýmsum miður. Pað
er þó ljóst af framansögðu að konur geta ekki
með nokkru eðlilegu móti storkað körlum,
og er það vafalítið mörgum huggun harmi
gegn (ekki síst ráðherrum). Kvenþjóðin hefur
þó að sínu leyti náð sér niðri er hún fann upp
á því að segja að tólgin storknaði (t.d. þegar
steypt voru kerti). Hér með afhjúpast upp-
runaleg merking þessara tveggja sagna.
í gotnesku er til sögnin ga-staurknan (sbr.
storkna) í þeirri einkennilegu merkingu
,,visna“ (Mark.9,18). Nú mun sjálfsagt ein-
hver halda að kenningin hrynji til grunna.
Eða hvers vegna notaði Wulfila ekki t.d.
sögnina gaþaursnan „visna, þorna“ á þessum
stað?
En hér er ekki allt sem sýnist. Höf. þessa
pistils er að vísu ekki langskólaður í sálfræði-
legum málvísindum. Þó þykist hann viss um
hvernig þau vildu skýra þetta tilfelli. Ga-
staurknan kemur aðeins einu sinni fyrir í gotn.
biblíunni sem ótvírætt bendir til þess að Wul-
fila hafi þekkt raunverulega merkingu orðs-
ins og því forðast notkun þess. En þegar hann
grúfði sig yfir biblíuþýðinguna — kvenmanns-
laus (í kulda og trekki) — hefur engin sögn
leitað stífar á hugann en einmitt þessi. Og
hafa ber í huga að forskeytið ga- hefur hér
„perfektífa“ merkingu, þ.e. táknar „verkn-
aðinn" sem sögnin lýsir á því andartaki sem
hann er fullkomnaður (sbr. Streitberg (1920:
195); „Die perfektive Aktionsart bezeichnet
die Handlung im Hinblick auf den Augen-
blick ihrer Vollendung"). Einu sinni slakn-
aði á árvekni þess ágæta biskups Wulfila —
sem samanburðarmálfræðin stendur í ævar-
andi þakkarskuld við — og sagnarskömmin
draup úr fjöðurstaf hans.
Þess má að lokum geta að storkur er skylt
52