Mímir - 01.03.1983, Page 57
úr grænu birki
um flugheiðan himin
sólþýður vindur
strýkur boga sínum
um brúna mold
Þetta litla ljóð samanstendur af aðeins 7
ljóðlínum, þar af mynda 4 fyrra erindið en
3 hið síðara. Það er með þetta ljóð eins og
mörg önnur að nafn þess er að nokkru leyti
lykill að túlkuninni. Ytri bygging ljóðsins
virðist í fyrstu fremur þýðingarlítil fyrir
heildarmyndina, en þegar nánar er að gætt
kemur annað í Ijós. Erindaskiptingin er
grundvölluð á framrás atburða. I hinu síð-
ara er orsökin en afleiðingin í hinu fyrra.
Með því að setja þetta fram sem tvær sjálf-
stæðar myndir nær skáldið meiri áhrifum en
ella, og einnig hefur sú uppröðun sem hann
velur, þ.e. orsök atburðar á eftir, þau áhrif
að undirstrika og fullkomna myndina og
skýra fyrra erindið nánar. Hrynjandin er
jöfn og reglubundin, því hver ljóðlína hefur
tvö áhersluatkvæði Hún styður því þá kyrr-
látu stemningu sem ríkir í ljóðinu. Einnig
má minnast á það að síðara erindið er ein-
stuðlað.
Hægt er að nálgast efni og efnistök ljóðs-
ins í gegnum rnyndmálið, sem um leið er
athyglisverðasti þáttur þess. Það sem skilur
fyrsta erindið frá hinu síðara er að ein ákveð-
in ,,persónugerving“ gengur í gegn um allt
erindið þ.e. sú hnitmiðaða líking að gefa
tónunum líf fuglsins. Þessa gervingu byggir
skáldið á orðunum: vængjaður þróttur, stíga,
og flugheiðan himin. Þau bera uppi þá mynd
sem erindið sýnir. ,,Tónar“ stíga upp af!
grænu birki trjánna eins og fuglar sem lyfta
sér til flugs! Og skýring þessara tóna kemur
svo í síðara erindinu. Þeim veldur vindur-
inn með blæstri sínum. Þá liggur fyrir upp-
runalega vrkisefnið: gnauð vindsins í laufum
trjánna! Þessi hversdagslegi samleikur í nátt-
úrunni fær skáldlega meðferð á þann hátt að
vindurinn er persónugerður, látinn strjúka
boga sínum um brúna mold, jörðina. Þar með
höfum við náð fram grundvallarafstæðum
vindur *---------♦ jörð. Samspili þess-
ara frumefna líkir skáldið við fiðluleik, þar
sem vindurinn er fiðluleikarinn en jörðin
með sínu græna birki, er hljóðfærið. Það sést
líka með tilvísun til nafns ljóðsins, fiðla og
skógur, sem eru heiti beggja liða líkingar-
innar, skógurinn verður fiðla. Það er einnig
athyglisvert að skoða þann þverskurð sem
skáldið nær af veruleikanum, þ.e. hinum
skynjanlegu ,,elementum“ alheimsins! ------
mold------birki-------VINDUR----------him-
inn------sól-----
Þessi þverskurður gefur ljóðinu auðvitað
meiri vídd. ,,Hljóðfæraleikarinn“ er innan
ramma því hann er þungamiðja og drifkraft-
ur Ijóðsins og hefur nokkra sérstöðu í þess-
um hóp.
Þetta yrkisefni og efnistök þau sem skáld-
ið viðhefur leiða hugann að stíl hans. Ein-
kenni stílsins virðast vera, ef dæma á af þessu
ljóði, hnitmiðað orðfæri og smekklegt lík-
ingaval, sem nýtt er til fullnustu sbr. þegar
fuglinn hefur verið valinn sem boðberi tón-
anna, þá er hvert orð valið í samræmi við
það eins og komið hefur fram hér að fram-
an. Kyrrð og rósemi, mér liggur við að segja
rómantík Ijóðsins, er einnig náð með hárfínu
orðavali. Orð eins og: sólþýður og strýkur
eru sem dæmi um það. Þá verður það að
teljast býsna nærtækt og jafnframt áhrifaríkt
að tákna hljóð með tónum. Brúna mold,
höfðar til litaskynjunar lesanda og styrkir þar
með heildarmyndina. Umgjörð ljóðsins er
skógarkyrrðin sem fyrir utan að vera efni
þess, umlykur ljóðið á all sérstakan hátt.
Það má því segja að hér hafi tekist að færa
ofur hversdagslegt atvik í listrænan búning.
Með því er átt við að örsmátt atvik úr heimi
náttúrunnar fær skyndilega listrænt gildi, er
klætt í búning tónlistar. Sjálft heldur skáldið
sig fyrir utan myndirnar og lætur lesandanum
það eftir að njóta þeirra og túlka.