Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 60

Mímir - 01.03.1983, Qupperneq 60
síyrkjandi í anda þeirra fyrrnefndu. (V.Ó.). Þetta ljóð verður að teljast fremur nýstár- leg umfjöllun klassísks efnis. Hér er öllu lýst frá sjónarhorni nútímamannsins og sjálfur situr höfundur í miðju ljóðinu og fylgir því eftir.* Ljóðið er útleitið, sífellt ber eitthvað nýtt fyrir sjónir, ferðin heldur áfram og efnis- tökin mótast að sjálfsögðu af því. III Ljóð vega menn Ur þessari seinni bók Sigurðar hef ég valið tvö ljóð; ,,Nocturne handa Venus“ og „Fyrir og gegn“. Nocturne handa Venus Stytta í garðinum ljósið tæplega blátt Vindurinn hvergi nærri fremur en orðin Samt eru einhverjar raddir ofnar í trén Grátandi berdreymin kona og einasta mennska ljósið er milt og gult Vindurinn hvergi nærri fremur en orðin Þetta ljóð er úr ljóðaflokknum „Nocturnes handa sólkerfinu“, sem er 12 ljóða flokkur og er tileinkaður J. S. Bach. Orðið „Noc- turne“ mætti þýða á íslensku næturóður og fellur það vel að efni þessa ljóðaflokks sem er óður til sólkerfisins. Ljóðið skiptist í tvö erindi sem hvort um sig er þrjár línur. Línulengd er nokkuð jöfn og hrynjandin er þýð og rennur átakalaust áfram sem á mikinn þátt í þeirri stillu, kyrrð sem ríkir yfir ljóðinu. Eins og í þeim ljóðum sem áður hefur verið fjallað um beitir höf- undur mest beinum myndum, en líkt og áð- ur eru ljóðin krydduð með myndhverfing- * Pað hefur alltaf þótt vafasamt og hæpið að setja jafnaðarmerki milli höfundar og mælanda ljóðs. Hér er höfundur eingöngu notað í staðinn fyrir ég ljóðs- ins. um, t.d. hér „raddir ofnar í trén“. Hin kyrra og tímalausa næturstemning, er mjög vand- lega byggð upp. Til þess að nálgast ljóðið bet- ur hef ég gripið til þess ráðs að taka grunn- þætti þess útúr, einangra þá þætti sem bera uppi merkinguna. Einingar fyrra erindis: — garður —------- stytta ---- tré ------ Ijós ----— vindur Einingar síðara erindis: ---- kona ------ (ljós) ---- (vindur) Einingarnar í fyrra erindinrt mynda um- hverfið og um leið ramma Ijóðsins. I þessu umhverfi er síðan stillt upp konu sem sögð er vera grátandi og berdreymin að auki. Ég hef sett sviga utan um þær einingar sem ganga aftur í seinna erindinu og eru fyrir því þær ástæður að tekið er fram að vindurinn sé hvergi nærri auk þess sem hann tilheyrir stærri heild þ.e. endurtekningu heillrar setn- ingar. Ljós síðara erindis er af allt öðrum toga en það fyrra. Hér er það mennskt og táknar að mínu mati konuna og líklegt er að það eigi að standa fyrir einhvers konar dauft ljós kveikt af mannavöldum. Þær upplýsing- ar sem fyrra erindið gefur okkur um vett- vanginn má endursegja svo á talmáli: Við erum leidd inn í garð þar sem stytta stendur, kvöldbláminn ríkir í loftinu og úti er lygnt og kyrrt. Þrátt fyrir það skrjáfar dálítið í laufum trjánna! Á þessu stigi er fróðlegt að bera Ijóðið saman við „fiðla og skógur“ hér á undan. Það má gera ráð fyrir því að hljóðið sem að bakí stendur sé það sama, en lýsingin, útfærslan önnur. I „fiðla og skógur“ gerði tóna-líking- in það að verkum að útkoman varð í ætt við rómantík. Hér er hins vegar allt annar blær yfir, sem villt gæti um fyrir mönnum þannig að þeim fyndist jafnvel sem um annað hljóð væri að ræða. Það er margt sem hjálpast að í því. Skáldið heldur hér í við sig í skáldlegum líkingum, lætur sér nægja eina myndhverf- ingu sem setur dulrænan blæ, eins konar mystík yfir ljóðið. Orðið samt styrkir svo þessa mystík því gefið er í skyn að þrátt 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.