Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 62

Mímir - 01.03.1983, Blaðsíða 62
hér á eftir. Hægt er að einangra þá þætti sem tilheyra hvorum liðnum fyrir sig og verður það best gert með því að fylgja byggingu ljóðs- ins sjálfs, því hún stefnir að þessu uppgjöri. I fyrsta erindinu er barist skref fyrir skref gegn dauða. Millilínan inniheldur andstæð- urnar: vongóð ♦--------♦ vonlaus, sem táknar fallvaltleika baráttunnar, hún getur snúist á hvorn veginn sem er, eða hvað? Næst er bar- ist orð fyrir orð gegn neind. Millilínan táknar hér sem fyrr óstöðugleikann, andstæðurnar: sigurvíma ♦-------♦ ósigurvissa vitna um það, en að auki felst í þeim mikilvæg upplýsing varðandi Ijóðið í heild. Vissan um ósigurinn læðist hér inn og sigurvíma er líkt og ölvun- arvíma, hugarástand sem felur í sér blekk- ingu. Að þessu verður komið betur síðar. Nú fer hringurinn að þrengjast og í þriðja erind- inu sameinast skrefin og orðin. Lokaerindið birtir okkur svo kjarna ljóðsins; það er barist fvrir lífil Baráttumeðulin eru skref og orð. Andstæðingarnir, mótherjarnir eru dauði og neind. Þetta má e.t.v. skýra með teikningu: Líf ♦--------♦ Dauði ♦ skref, orð Og þá liggur túlkunin nokkuð ljós fyrir. Efni ljóðsins er hin eilífa barátta. Baráttan gegn dauða, barátta fyrir lengra og áfram- haldandi lífi. En vitneskjan um tilgangsleysi þessarar baráttu setur svip sinn á ljóðið og litar það eilítið dökkt. En áfram er barist og áfram verður barist meðan tilvistin stendur. Þetta er óvenjuleg framsetning þessa yrkis- efnis og segja má að hún sé nokkuð óaðgengi- leg, innhverf. I stað myndmáls beitir höfund- ur endurtekningu sömu orða á hnitmiðaðan og nákvæman hátt og áherslan verður því öll á þessari ,,þrúgandi“ baráttustemningu. Hrynjandin er þung og taktföst og byggir upp ákveðinn stíganda sem er mjög mikilvægur fvrir heildaráhrif ljóðsins. IV Niðurstöður og lokaorð: Það kom fljótlega í ljós við vandlegan lest- ur þessara tveggja bóka að á þeim er ekki eins mikill munur og ég ætlaði í fyrstu. Skýr- inguna er eflaust að finna í þeirri staðreynd að Sigurður kemur strax með „Ljóð vega salt“ fram sem þroskað skáld sem mótað hefur sinn eigin stíl. Með því að bera þær saman sjáum við líka að uppbygging þeirra er svip- uð. Hann heldur áfram að yrkja í „stærri einingum“ þ.e. ljóðaflokkum og milli sumra flokka er bein samsvörun t.d. „gata meistara alberts" í Ljóð vega salt og „Sú gamla frá Hofi“ í Ljóð vega menn. Þar er götulífi tveggja Parísargatna lýst og beitir höfundur sömu aðferðum og stíl og útkoman verður því svipuð. Það er helsti munur bókanna að sú fyrri er heldur fjölbreyttari að efni. Sigurður Pálsson verður ekki sakaður um að vera talsmaður einnar ákveðinnar hug- myndafræði. Hans viðfangsefni er að vísu mannlífið og manneskjan í þessum heimi, en hann tekur sér stöðu fyrir utan það, hlutverk n.k. lýsanda. Hann spannar ótal marga þætti mannlífsins, en einna helst væri hægt að tala um „firringu og einsemd mannsins í vélvædd- um nútímanum“ sem ádeilupunkt er oftast gætti. Eina atriðið sem ég hef komið auga á og kalla má þróun milli bókanna er það, að skáld- ið, mælandinn, færist æ meir út úr ljóðunum. Þau verða innhverfari og dulari og jafnframt torræðari. Þessi þróun gæti verið ómeðvituð en hún gæti líka verið tilraun skáldsins til að skapa lióðunum aukið ,,sjálfstæði“, tilraun til að h'á beim víðari skírskotun. Öll lióðin utan leikverkstextanna eru órím- uð og friáls að formi. Leikverkstextarnir sýna bó að hann getur rímað sómasamlega og án bess að úr verði leirburður. Þrátt fyrir þetta friálsræði í formi nvtir hann sér viss atriði hefðbundinnar vtri bvggingar. Við höfum t.d. hér á undan séð mikilvægi hrynjandinnar fvr- 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.