Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 2
— Þetta kaffi er alltof scett.
— Það er engiv furða. Þú ert að tlrrkka
sirópið.
Frændi: Þú mátt ekki misskilja pabba þinn,
þó að hann slái stundum í þig, Elsa mín. hann
gerir það í rauninni af því honum þykir af-
skaplega vænt um þig.
Elsa litla: Slær hann mig af þvi honum þykir
svo vænt um mig?
Frændi: Já, hann vill svo gjarnan að þú verðir
góð stúlka.
Elsa litla: En honum þykir líka vænt um
mömmu. Hvers vegna slær hann hana þá aldrei
tii þess að hún verði honum góð kona?
Hans frændi: Jæja, svo þú leikur fjórhent með
bróðir þínum, Arnold litli. Hvor vkknr leikur
betur?
Arnold: Ég, því ég er alltaf búinn á undan.
Jón var í skemmtiferð uppi í sveit. Hann kom
að sumargistihúsi og settist þar fyrir utan á.með-
an hann beið eftir matnum. Veðrið var indælt
og umhverfið fagurt, svo að Jón komst í skáld-
lega stemningu og hrópaði hugfanginn:
— Ó, hvílík dýrð! Sólskin og sumarblær, blóm-
skrúð og birkiilmur og svo þessi indæla hangi-
kjötslykt.
Það var á fögrum sumarmorgni að ég mætti
einu letiblóði bæjarins og sagði við hann: — I
svona góðu veðri hlýtur hvern mann að langa
til að vinna.
— Ekki vil ég nú taka svo djúpt í árinni, sagði
hann letilega. — En þó er ég ekki frá því, að
það liggi við að mann langi til að reyna hvernig
það er.
Sautján ára gamall kvennaljómi var að kaupa
varalit til að gefa elskunni sinni, en lenti í vand-
ræðura er búðarþjónninn spurði hvaða lit hann
vildi.
Ailt í einu glaðnaði yfir honum, hann dró upp
vasaklútinn sinn og benti hreykinn á rauðan
Úett á honum. — Þennan lit, þakka yður fyrir.
Eddi litli er að ljúka kvöldbæninni sinni. —
Blessaðu pabba minn og mömniu og blessaðu
Jenny frænku. Og góði guð, láttu Osló vera höf-
uðborgina í Danmörku. Amen.
•— Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að
segja þetta í bæninni þinni? spurði móðir hans
> forviða.
— Af því að ég skrifaði það í prófstílinn minn
í dag, sagði Eddi, um leið og hann grúfði sig
niður til að sofna.
V'
— Segðu mér, Cleo, læturðu hvern sem er
kyssa þig? spurði frúin vinnukonuna.
-r Nei, nei, bara þá sem ég þekki, og þá sem
ég elska.
— Jæja, það virðist nú töluvert, sagði frúin.
— En má ég spyrja, hver er munurinn á þessu
tvennu?
Cleo andvarpaði. — Þeir sem ég þekki þeir fá
leyfi, en þeir sem ég elska fá hjálp!