Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 18
„Þetta er ákaflega merkilegt lyí'. Það hef-
ur mörgunr sinnum bjargaö lífi mínu. Ég
vil fá sleða og hunda, og sex veiðimanna
ykkar til þess að fara með mér niður íljót-
ið og færa nrig öruggiega í eins svefns fjar-
lægð frá Michaelovskivirki“.
„Þú verður að clveljast hér og kenna okk-
ur öll þín skálkastrik", hljóðaði svarið.
Subienkov yppti öxlum og þagði urn
stund. Hann blés sígarettureyknum út í ís-
kalt loftið, og virti fyrir sér það, sem eftir
var af risavaxna Kósakkanum, í þungum
þönkúm.
„Þetta ör!“ sagði Makamttk skyndilega
og benti á háls Pólverjans, þar senr blvgrár
blettur bar vitni um langan og cljúpan hníf-
skurð, sem hann hafði hlotið í ryskingum
á Kamchatka. „Lyfið er ónýtt. Eggjárnið
hefur reynst kröftugra en lyfið“.
„Það var sterkur nraður, sem veitti mér
áverkann". (Subienkov hugsaði sig um).
„Sterkari en þú, sterkari en sterkasti veiði-
maðurinn þinn, sterkari en hann“.
Ennþá ýtti hann við Kósakkanum með
tánni á ilskónum sínum — Kósakkanum,
cr nú var orðinn að ömurlegri hryggðar-
mynd, meðvitundarlaus — enda þótt písl-
um kvalin líftóran héldi sér dauðahaldi í
limlestan líkamann og væri treg til þess að
skilja við hann.
„Lyfið var líka dauft. Því að á þeim
slóðum voru engin ber sérstakrar tegund-
ar, sem ég sé að þið hafið yfrið nóg af í
þessu lancli. Lyfið mun verða sterkt hérna“.
„Ég skal leyfa þér að fara niður fljótið“,
sagði Makamuk, „og sleðann og hundana
og veiðimennina sex skalt þú fá þér til
fylgdar og varðveizlu".
„Þú ert tornæmur“, sagði iSubienkov
kuldalega. „Þú hefur sýnt lyfi mínu lítils-
virðingu með því að vilja ekki strax ganga
að skilmálum mínum. Og sjá, nú mun ég
bera fram frekari kröfur. Ég vil fá eitt
hundrað bifurskinn". (Makamuk glotti
16
háðslega). „Ég vil fá eitt liundrað pund af
þurrkuðum fiski“. (Makanruk kinkaði kolli,
því að nóg var til af fiski og fiskur var
ódýr). „Ég vil fá tvo sleða — einn undir
sjálfan nrig og annan undir loðskinnin mín
og fiskinn. Og riffilinn minn verðið þið að
afhenda mér aftur. Ef þú fellir þig ekki við
verðið, þá hækkar það innan stundar“.
Yakaga hvíslaði einhverju að ættarhöfð-
ingjanum.
„En hvernig get ég sannreynt að lyf þitt
sé ósvikið?" spurði Makamuk.
„Það er ákaflega auðvelt. í fyrsta lagi fer
ég út í skóg . . .“
Aftur hvíslaði Yakaga einhverju að
Mákamuk, er lét í ljósi grunsamlegan
ágreining.
„Þú getur látið tuttugu veiðinrenn fara
nreð mér“, hélt Subienkov áfram. „Sérðu
til, ég verð að ná í berin og ræturnar, sem
lyfið er búið til úr. Því næst, þegar þú hef-
ur komið nreð sleðana tvo og staflað fisk-
inunr og bifurskinnunum á þá og lagt riff-
ilinn nrinn þar hjá, og þegar þú hefur valið
veiðinrennina scx, senr eiga að fylgja mér
— þá, þegar allt er tilbúið, skal ég núa lyf-
inu á hálsinn á mér, svona, og leggja háls-
inn á trébolinn þarna. Því næst getur sterk-
asti veíðimaðurinn þinn tekið öxina og
höggvið henni þrisvar sinnum yf.ir hálsinn
á nrér. Þú getur sjálfur greitt nrér þessi þrjú
axarhögg".
Makamuk stóð og gapti, og svelgdi í sig
þessa síðustu og undraverðustu töfra loð-
skinnaþjófanna.
„En áður“, bætti Pólverjinn við í flýti,
„verð ég að fá að smyrja nýju lyfi á undan
hverju höggi. Öxin er beitt og þung, og ég
vil engin mistök".
„Allt senr jþú hefur krafizt, skal verða
uppfyllt", hrópaði Mákanruk samþykki sitt
upp af ákafa. „Taktu til við að laga lyf
þitt“.
Subienkov duldi fögnuð sinn. Hann lék
SKEMMTISÖGUR