Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 17
ar héldu áfram, og til þess að álögurnar
yrðu greiddar, þá var konum og börnum
haldið í gísling og meðhöndluð á þann
dýrslega hátt, sem aðeins loðskinnaþjófun-
um var eiginlegur.
Jæja, þetta hafði verið sáning blóðs, og
nú var uppskerutíminn kominn. Virkið var
horfið. Við bjarmann af eldhafi þess hafði
helftin af loðskinnaþjófunum verið brytjuð
niður. Hin helftin hafði kvatt þennan heim
undir ofurþunga pyntinganna. Subienkov
var einn eftir, eða Subienkov og Stóri Jón,
ef þetta volandi og kveinandi flykki þarna
í snjónum gat kallast Stóri Jón. Subienkov
sá, að Yakaga glotti til sín. Það var þýðing-
arlaust að reyna að sefa Yakaga. Örin eftir
hnútasvipuna voru enn á andliti hans. Su-
bienkov gat ekki áfellzt hann, þegar öllu
var á botninn hvolft, en um hann fór hroll-
ur, þegar honum varð hugsað til þess
hvernig Yakaga myndi fara með sig. Hon-
um datt í hug að leita ásjár Makamuks,
ættarhöfðingjans; en dómgreind hans sagði
honurn, að slíkt væri þýðingarlaust. Því
næst datt honum í hug að svipta af sér
fjötrunum og deyja í bardaga. Slíkt myndi
orsaka skjótan dauðdaga. En hann gat ekki
svipt fjötrunum af sér. Ólar úr hreindýra-
skinni voru sterkari en hann. En þar sem
hann ennþá var úrræðagóður, þá kom hon-
um annað ráð í hug. Hann gerði boð eftir
Makamuk og bað um að láta sækja túlk,
er skildi mállýzku strandbyggjanna.
„Æ, Makamuk", sagði hann, „ég vil ekki
deyja. Ég er mikill rnaður og það væri
flónska af mér að deyja. í sannleika sagt,
ég mun ekki deyja. Ég er ekki eins og þetta
hræ“.
Hann leit á stynjandi flykkið, sem einu
sinni hafði verið Stóri Jón, og ýtti fyrirlit-
lega við því með fætinum.
„Ég er of vitur til þess að deyja. Sjáðu
til, ég á töfralyf. Ég einn þekki þetta lyf.
Þar sem ég ætla ekki að deyja, þá skal ég
SKEMMTISÖGUR
láta þér þetta lyf í té".
„Hvers konar lyf er það?“ spurði Maka-
muk hranalega.
„Það er furðulegt lyf“.
Subienkov hugsaði sig um stundarkorn,
eins og honum væri um og ó að kunngera
leyndarmál sitt.
„Ég skal segja þér það. Ef dálítil ögn af
þessu lyfi er borin á hörundið, þá verður
það liart eins og klettur, hart eins og járn,
svo að ekkert eggvopn fær á því unnið. Hið
þyngsta högg eggvopnsins verður með öllu
áhrifalaust gegn því. Beinhnífur verður
eins og mykja: og það mun slæva eggjar
járnhnífanna, sem við höfum fært ykkur.
Hvað viltu láta mig fá fyrir leyndarmálið
um lyfið?“
„Ég skal gefa þér líf“, svaraði Makamuk
fyrir milligöngu túlksins.
Subienkov hló með fyrirlitningu.
„Og þú skalt verða þræll minn þangað
til þú deyrð“.
Pólverjinn hló með ennþá meiri fyrir-
litningu.
„Leysið hendur mínar og fætur og við
skulum ræðast við“, sagði hann.
Ættarhöfðinginn gaf merkið, og þegar
Subienkov var orðinn laus, vafð.i hann sér
sígarettu og kveikti í henni.
„Þetta er þvættingur“, sagði Makamuk.
„Það er ekki til neitt slíkt lyf. Það gæti
ekki átt sér stað. Bitjárn er sérhverju lyfi
yfirst«rkara“.
Ættarhöfðinginn var tortrygginn, en samt
sem áður var hann á báðum áttum. Hann
hafði séð svo margvísleg skálkastrik loð-
skinnaþjófanna ganga fram. Hann gat ekki
með öllu efast.
„Ég skal gefa þér líf, en þú skalt ekki
verða þræll“, svaraði hann.
„Meira en það“.
Subienkov lék hlutverk sitt jafn kaldur
og rólegur og hann væri að þrefa um loð-
skinn.
. 15