Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 30

Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 30
umsjónarmaður," sagði Harkness. „Við verðum að komast eftir, frá hvaða verzlun hún er, og hver hefur sent hana. Það hlýt- ur Scotland Yard fljótt að geta gefið okk- ur upplýsingar um. Ég legg til, að fyrst veaði grennslast fyrir í öllum verzlunum í E. C. hverfinu. Svo vil ég gjarnan tala við stofustúlkuna, sem tekur til hér inni.“ Frú Yewell fór fram í dyrnar og kallaði: „Nancy!“ Unga stúlkan kom áberandi fljótt. „Þér takið til hér inni, þurrkið ryk og þessháttar?" spurði Harkness. -Já „Hugsið yður nú vel um, Nancy, þegar þér þurrkuðu rykið í morgun, tókuð þér þá eftir nokkru — nokkrum hlut — sem þér höfðuð ekki séð áður?“ „Já, það gerði ég,“ sagði unga stúlkan og leit á arinhilluna. „Almanakinu þarna.“ „Tókuð þér eftir, hvaða dag það sýndi?" „Já. 28. desember." „Leiðréttuð þér það svo?“ „Nei, prófessorinn hefur sagt, að ég mætti ekki hreyfa við neinu í skrifstofunni." „Þakka, það var ekki meira,“ sagði Hark- ncss. Þegar kvennmenn'irniir voru farnir út, gekk Harkness aftur að arinhillunni og virti vandlega fyrir sér þá hlið maghoni- öskjunnar, þar sem skrúfurnar þrjár voru til að snúa með pappírskeflunum. Svo sneri hann sér að þeim, sem viðstaddir voru og horfðu þegjandi á hann. „Segið mér nú,“ sagði Harkness. Geymdi prófessorinn einkaskjöl sín — lífsábyrgðar- skírteini, brunatryggingarskírteini og þess háttar?" „Já,“ sagði Winifred. “Frændi geymdi öll sín helztu skjöl í vegghólfi í svefnher- bergi sínu.“ „Við förum þangað upp,“ sagði Hark- ness. Læsið dyrunum. Við skulum ekki hætta á fleiri slíka atburði." 28 Uppi í svefnherberginu opnaði Harkness og leit í flýti á skjölin, sem lágu í vegghólf- inu. „Hér er erfðaskráin," sagði hann. „Hún er dagsett í janúar í fyrra." Hann fletti skjalinu, las það lauslega og lagði það í hólfið aftur. „Við getum athugað það seinna," sagði hann. Hann læsti hólfinu, fékk umsjónar- inanninum lyklakippuna og gekk á undan hinum niður. „Hvað álítið þér svo, prófessor?" spurði White, þegar þeir voru kornnir inn í stof- una aftur. „Hafið þér komizt að nokkurri niðurstöðu?" „}á. Það er morðt Slóttugt, kalch'ifjað morð.“ „}á, en — í hvaða tilgangi?" spurði Storr. „Innbrot ...?“ „Nei. Ætti ég að gefa hvötinni eitthvert nafn, myndi ég nefna hana óþolinmæði." „Óþolinmæði —“ William storr og um- sjónarmaðurinn litu skilningssljóir út. „Ég vil leggja fyrir yður tillögu," sagði Harkness við Storr. Skrifið frændum yðar að koma hingað klukkan þrjú á föstudag- inn, þegar erfðaskráin verður lesin upp.“ Þangað til rná enginn koma inn í skrifstof- una, svo þér verðið á setja vörð um hana, White.“ Umsjónarmaðurinn kinkaði kolli, og síð- an fóru þeir burt. Stundvíslega klukkan þrjú næsta dag ók Harkness prófessor heim að Danes Cott- age. Rétt á eftir honurn komu White um- sjónarmaður ásamt einkenriisbúnum lög- regluþjóni. William Storr og systir hans og Roycebræðurnir voru þegar komin og tóku á móti þeim. Umsjónarmaðurinn gekk að dyrurn skrif- stofunnar og tók lykilinn upp úr vasa sín- um. „Harkness prófessor óskar eftir að fundurinn verði haldinn hér inni,“ sagði hann og lauk upp. Hann gekk síðastur inn og tók sér stöðu SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.