Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 7

Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 7
komið fórnardýrinu til að dást að henni, en ég vil ekki verða þess valdandi að hann blátt áfram leggist á höggstokkinn. Ég er að svíkja kynhróður minn. Og þú ert svo sólg- in í að giftast, að þú lætur þig engu skipta, hvort aumingja Haraldur verður hamingju- samur eða ekki. Þér er sama hvort------- — Hún lagði símann á. Ég var svo öskuvondur að ég fór í brúnu fötin og var kominn heim til hennar á mínútunni hálfníu. Nú skyldi ég setja dug- lega hemla á brúðkaujpsvagninn hennar. Hún lét sem hún yrði alveg forviða, er hún sá mig. — Nei, en — Pétur, ert það þú? Ég gekk inn — og sá dagstofuna. Það var búið að mála hana ólífugræna. Rut var í einum af kjólunum úr Rauða salnum. Ald- rei hafði ég séð hana fegurri en í kvöld. Leiksviðsstjóri hefði ekki getað hagað öllu betur — allt var fullkomið, hin daufa lýs- dng stofunnar, auk heldun annað. Leik- sviðsstjóri! Þarna fékk ég hugmyndina. — Þetta er Haraldur, sagði Rut. Og Pét- ur, gamall vinur minn. Haraldur er raf- magnsverkfræðingur. Ég fékk mér sæti. — Það var gaman að heyra, sagði ég. Ég cr leiksviðsstjóri. — Það er ennþá skemmtilegra, sagði Haraldur. — Já, það er í rauninni sérlega gaman að fá hlutina til að sýnast annað en þeir eru í raun og veru. — Viltu ekki fá þér svolítinn ost, Pétur? sagði Rut, og rétti að mér fullt fat. — Ég skil yður víst ekki fullkomlega, sagðii Haraldur. — Það þarf ekki annað en lítilsháttar málningu og smávegis blekkingar, já og svo má auðvitað ekki gleyma ljósaútbún- aðinum, sagði ég. Og svo — allt í einu þykj- ast allir sjá eitthvað allt annað en þar er í raun og veru. Sama máli gegnir um konur. Maður getur alis ekki gert sér Ijóst SKEMMTISÖGUR hvað kann að leynast bak v.ið aðlaðandi útlit. 'JJARALDUR skyldi ekki enn, hvað ég átti við, en Rut sendi mér nokkur hár- beitt augnatillit. — Áhorfendurnir sjá aðeins það, sem ætl- azt er til að þeir sjái á leiksviðinu, sagði ég. Og þannig eru þeir blekktir til að dást að þvi, sem alls ekki er fyr.ir hendi. — Og hvað er á móti því? sagði Rut. — Jú, sagði ég. Sérhver maður verður að vita, að hverju liann gcngur, sérstaklega þegar um val eiginkonu cr að ræða. Hann getur hiklaust gengið út úr leikhúsinu, en ekki. losnað úr hjónabandi jafnauðveldlega. Jafnvel Haraldur fór nú að skilja hvað um var áð vera. Hann fór allt í einu að bú- ast til brottferðar. Ég kenndi í brjósti um hann, en þetta var honum sjálfum fyrir beztu. Um leið og hann var kominn út úr dyr- unum, réðst Rut á mig .— Þetta er sú skammarlegasta framkoma, sem ég hef nokkurn tíma orðið fyrir, sagði hún ti.tr- andi af reiði. — Hvernig gaztu fengið þig til J^ess? — Og {Detta segir þú, eftir allt, sem á undan er gengið, sagði ég. Notar mig eins og ég væri eitthvert lítilfjörlegt tilraunadýr, en ekki karlmaður. — Þú ert afbrýðissamur, Pétur, sagði Rut. Það er þess vegna, sem þú lætur svona. Ég er alls ekkert afbrýðissamur, sagði ég. — Jú, víst ertu Jtað. Þú hefur verið af- brýðissamur frá byrjun. Þú gazt ekki þolað að hugsa til Jjcss, að ég kyssti annan en þig. — Mér er nákvæmlega sama hvern þú kyssir. Ég gæti sjálfur nrargsinnis hafa kysst þíg- — En þú hefur aldrei gert }>að — og gerir Jjað heldur aldrei, sagði hún. — Jú, ég geri það ef mig langar til, sagði ég. 5

x

Skemmtisögur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.