Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 16
það var Subienkov viss um, sem landafræð-
in lærðist bezt. Því að hann kynntist Eski-
móum frá Norton Sound, frá Konungsey
og St. Lawrensey, frá höfða prinsins yfir
Wales og Haugsodda. Slíkir staðir höfðu
önnur nöfn, og fjarlægðin til þeirra var
mæld í dögum.
Þetta voru víðáttumikil landflæmi, sem
þessir villimenn komu frá, og enn víðáttu-
rneiri voru landflæmin, sem steinlamparnir
og þessi stálhnífur höfðu kontið frá eftir að
hafa margsinnis haft eigendaskipti. Subien-
kov ógnaði og smjaðraði og mútaði. Hver
einasti langferðamaður eða ókunnur ættar-
höíðingi var færður frarn fyrir hann. O-
skilgreinanlegar og óhugsanlegar hörmung-
ar voru nefndar, og auk þess villidýr, ófrið-
legir ættflokkar, órjúfanlegir skógar og
feiknarlegir fjallgarðar; en alltaf barst orð-
rómur að handan um hvítskinnaða menn,
með blá augu og Ijóst hár, er börðust eins
og djöflar og voru stöðugt í leit að loð-
skinnum. Þeir voru í áustri — langt, langt
í austri. Enginn hafði séð þá. Það var orða-
sveimurinn, sem borizt hat'ði áleiðis.
Þetta var strangur skóli. Maður gat ekki
lært landafræði til hlítar á hinar sundurleit-
ustu mállýzkur af vörum ruglandi draum-
óramanna, er ekki gerðu greinarmun á
sannreyndum og hindurvitnum og mældu
vegalengdir í „svefnum", sem voru misjafn-
lega langir, eftir því, hvernig færðin var.
En að lokum ómaði hljóðskrafið, sem
styrkti hugrekki Subienkovs. í austri rann
stórt fljót, þar sem bláeygðu mennirnir
héldu sig. Fljótið var kallað Yukon. Fyrir
sunnan Michaelovskivirkið voru ósar ann-
ars stórfljóts, sem Rússarnir kölluðu Kwik-
pak. Þessi tvö fljót voru eitt og hið sama,
sagði orðrómurinn.
Subienkov sneri aftur til Michaelovski-
virkisins. í eitt ár barðist hann fyrir því
að gerður væri út leiðangur upp með Kwik-
pakfljótS'inu. Þá kom Malakoff, rússneski
kynblendingurinn, og gerðist forustumaður
hins villtasta og grimmasta kynblendinga-
skara helvítis, sem nokkru sinni hafði kom-
ið yfir frá Kamchatka. Subienkov var liðs-
foringi hans. Þeir þræddu krákustigu hinna
miklu ósa Kwikpakfljótsins, skriðu upp
fyrstu hæðardrögin á norðurbakkanum, og
um fimm hundruð mílna vegarlengd brut-
ust þeir áfram upp gegn fljótsstraumnum,
sem beljaði fram með fimm hnúta hraða,
í skinnbátum, sem voru hlaðnir upp að
borðstokkum undan þunga vopna og vista
og varnings, og eftir farvegi, sem var frá
tvær og upp í tíu rnílur á breidd og margra
faðma á dýpt. Malakoff ákvað að byggja
virkið við Nulato. Hinn langi vetur var á
næsto grösum. Það yrði hyggilegra að bíða.
Snemma næsta sumar, þegar ísa hefði leyst,
ætlaði hann að hverfa upp Kwikpakfljótið
og brjóta sér leið til stöðva Hudsonflóafé-
lagsins. Malakoff hafði aldrei heyrt hviískr-
ið um það, að Kwikpakfljótið væri Yukon-
fljótið, og Subienkov gerði sér ekki það
ómak, að segja honum frá því.
Hófst nú bygging virkisins. Það var gert
í þvingunarvinnu. Hinir margföldu bjálka-
veggir risu eftir stunum og andvörpum Nu-
lato-fndíánanna. Svipuhöggin dundu á
bökum þeirra, og það var járnkrumla sjó-
ræningjanna, 'sem sveiflaði svipunni. Það
kom fyrir, að Indíáni hljópst á brott, og
þegar hann náðist, þá var hann færður til
baka aftur og bundinn á höndum og fótum
upp við virkið, Jjannig, að útlimirnir vissu
hver í sína áttina, og þar og þannig fengu
þeir og ættkvísl Jaeiri a að kynnast verkhæfni
hnútasvipunnar. Tveir dóu af þessum sök-
um; aðrir hlutu lífstíðar örkuml; og hinir
létu sér að kenningu verða og hlupust
aldrei á brott framar nieir. Snjórinn var
tekinn að falla áður en virkisbyggingunni
var lokið, og þá var orðið tímabært að fara
að hugsa um loðskinn. Miklar álögur voru
lagðar á hina innfæddu. Högg og barsmíð-
14
SKEMMTISÖGUR