Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 20
ur ráku lestina í birgðasafninu, og í broddi
fylkingar hélt Subienkov heim í tjaldbúð-
irnar.
Makamuk og Yakaga grúfðu sig niður
við hlið hans og virtu magn og tegundir
hráefnanna fyrir sér með mestu athygli um
leið og hann setti hverja tegund fyrir sig
út í pott með sjóðandi vatni a.
„Þú verður að gæta þess vel að setja mos-
ann fyrst í pottinn", útskýrði Subbienkov.
„Og — ójá, dálítið annað — fingur af
manni. Yakaga, láttu mig skera einn fing-
ur af þér“.
En Yakaga setti hendurnar aftur fyrir bak
og ygldi sig.
„Bara lítinn fingur", bað Subienkov.
„Það liggja hér fingur í tugatali allt um
kring“, maldaði Yakaga í móinn og benti
á líkamlegar leyfar þeirra fjölmörgu
manna, sem höfðti verið kvaldir til dauða,
og lágu í snjónum.
„Það verður að vera fingur af lifandi
manni“, andæfði Pólverjinn.
„Þá skaltu fá fingur af lifandi manni“.
Yakaga þrammaði að Kósakkanum og hjó
fingur af honum.
„Hann er ekki dauður ennþá“, tilkynnti
hann og fleygði hinu blóðuga sigurmerki
fyrir fætur Pólverjans. „Þetta er þar að
auki góður fingur, því að hann er stór.“
Subienkov henti honum á eldinn undir
pottinum og tók að syngja. Það var fransk-
ur ástarsöngur, sem hann söng af mikilli
alvöru yfir blöndunni.
„Án þessarar þulu, sem ég fer með, væri
lyfið einskis nýtt“, útskýrði hann. „Orðin
eru kröftugasti hluti þess. Sjáðu, það er til-
búið“.
„Farðu hægt með þau, svo að ég geti lært
þau“, skipaði Makamuk.
„Ekki fyrr en við höfum gert tilraunina.
Þegar öxin hefur hrokkið þrisvar sinnum
af hálsinum á mér, þá skal ég opinbera þér
leyndardóm orðanna“.
„En ef lyfið reynist ekki vel “ spurði
Makamuk áhyggjufullur.
Subienkov sneri sér reiðilega að honum.
„Lyf mitt er alltaf gott. Annars ef það
reynist ekki vel, þá meðhöndlið mig á sama
hátt og hina. Skerið mig smátt og smátt
niður í búta, alveg eins og þið hafið brytj-
að hann niður“. Hann benti á Kósakkann.
„Lyfið er nú orðið kalt. Þannig nudda ég
því á hálsinn á mér, um leið og ég fer með
töfraþuluna".
Af mikilli alvörugefni tónaði hann hægt
nokkrar ljóðlínur úr „Marseillaise"-inum,
og neri svikabrugginu samtímis vandlega
á hálsinn á sér.
Öskur eitt mikið truflaði leikaraskap
hans. Risa-Kósakkinn hafði endurvakið
hinn feiknarlega lífsþrótt sinn til lífsins á
ný og hafði risið upp á hnén. Hlátrar og
sköll undrunar og aðdáunar kváðu við í
Nidato-Indíánunum, þegar Stóri Jón tók
að velta sér fram og aftur upp úr snjónum
með miklum bægslagangi.
Subienkov varð óglatt við þessa sjón, en
honum heppnaðist að dylja viðbjóð sinn
og setja upp reiðisvip.
„Þetta gengur ekki“, sagði hann. „Bind-
ið enda á brölt hans og svo skulum við gera
tilraunina. Hæ, þú þarna, Yakaga, sjáðu
um að þagga niður í honum".
Á meðan það var gert, sneri Subienkov
sér að Makamuk.
„Og mundu það, að þú átt að höggva
fast. Þetta er ekkert barnagaman. Hérna,
taktu öxina og höggðu í trjábolinn, til þess
að ég geti séð, að þú höggvir eins og karl-
maður".
Makamuk hlýddi, hjó tvisvar, örugglega
og af afli miklu, og sneið stóra flyksu úr
trjábolnum.
„Þetta er gott“. Subienkov leit í kringum
sig á villimannaleg andlit mannþyrpingar-
innar, sem einhvernvegin virtust vera tákn-
ræn fyrir þá villimennsku, sem ávallt hafði
18
SKEMMTISOGUR