Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 4

Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 4
Þetta vekur stórum áhuga minn, sagði ég. En hvers vegna ertu að skýra mér frá þessu? Hún leit fast á mig. — Vegna þess að þú átt að lijálpa mér. Ég hefði auðvitað átt að vera svo skyn- samur að sjá þá þegar, hverju ég var að flækja mig í. En og á stóð, þótti mér sem gaman myndi að þessu. Mér fannst það líkast því að standa á bak við leiktjöldin og fylgjast með leiknum rétt við nefið á mér. Og þess vegna féllzt ég á þetta. Ég hdimsótti Rut ekki fyrr en næ&ta fimmtudag, og þegar hún lauk upp fyrir mór, varð ég alls ekkert hissa, er ég sá að hún var með allra einbeittasta móti á svip- inn. — Gerðu svo vel að koma inn, Pétur, sagði hún. Það er margt að gera. Ég gekk inn og sá, að borðið var alþakið fegrunarlyfjum og litakrúsum, ásamt stórri teiknibók. — Ertu að laga til í töskunni þinni? sagði ég. — Þetta er veiðibrella, sagði hún. Kvöldið í kvöld getur haft úrslitaáhrif. — Úrslitaáhrif á hvað? — Á hið hversdagslega útlit mitt, sagði hún. Ég hef hugsað um þetta alla vikuna. Andlitssnyrting mín er aðeins venjulegand- litssnyrting, og kjólarnir mínir eru. bara kjólar. Allt, sem mér viðvíkur, er lítilfjör- legt og leiðinlegt. — Ja — þú segir það, sagði ég. Ég hafði aldrei hugsað út í þetta áður. Rut er stúlka, sem hægt er að tala við um allt milli him- ins og jarðar, og manni finnst hún sérlega viðfelldin án þess að veita útliti hennar sérstaka athygli. —■ Ég er ekki heimskari en gengur og ger- ist, sagði hún. Frá þessari stundu er ég hætt að hafa hversdagslegt útlit. Horfðu framan í mig, Pétur. — Já, andlitið er enn á sínum stað. Hún var alltof önnurn kafin til að hlæja að þessu. — Littu svolítið í þetta blað. Ég kem aftur eftir tvær mínútur. Hún rétti mér blað, sem lá á borðinu, og fór. Það liðu margar mínútur, þangað til hún kom aftur, en þá lá við að ég fengi tauga- áfall. Andlit hennar var eldrautt. — Þetta er ný andlitssnyrting, sem köll- uð er ,,æskublómi,“ sagði hún. Segðu mér nú í einlægni Pétur, hvernig lít ég út? — Jæja, fyrst þú endilega vilt heyra mitt álit: Þú virðist hafa of háan blóðþrýst- ing. — Ágætt, lestu áfram í blaðinu. Ég fletti nokkrum blaðsíðum, og svo kom hún og sýndi mér andlit sitt. Nú var það nábleikt. „Fílabeinslitur“, sagði hún. Hvernig lízt þér á? — Meltingartruflun, sagði ég aðeins. RUT hentist út úr herberginu, og þegar hún kom aftur var andlit hennar með hreinum og eðlilegum æskublæ, sem alls ekki, hafði neinn gervisvip. — ,,Rósaaoði“, sagði hún. Hvað segirðu um hann. — Hann fer þér stórlega vel, sagði ég. Hún kinkaði kolli. — Þá notum við þennan lit og snúum okkur svo að næsta þætti. Tók hún síðan að skoða i litakrúsir og byttur. Og er hún hafði gert alls konar tilraunir á teiknipappír með ýmsum lita- blöndum, sneri hún sór að mér og sagði. Hvcr af þessum litum hæfir bezt litarafti mínu og háralit? Hár hennar hefur fremur óvenjulegan litblæ. Það er einna næst því að vera skol- litað, en þð er eins og á það slá.i rauðbrún- um bjarma. Hún lyfti hverri pappírsörk- inni af annarri á loft aftan við hnakkann. Að lokum valdi ég eina með einhvers kon- ar grænum lit. — Ágætt, sagði hún. Þetta er olífugrænt. Þá málurn við setustofuna græna. Nú fékk ég nóg af því. — Ætlarðu að 2 SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.