Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 9

Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 9
Auglýsing EFTIR CH. EGASS „Ég miða á yðar skammbyssu. Ef þér neitið að gera eins og ég skipa, eða reynið að kalla á hjálp, skýt ég samstundis!“ hvísl- aði rödd að baki Kenneth, sem ekki vissi, hvaðan á sig stáð veðrið. |£ENNETH Armitage sat í litlu höfunda- stúkunni. Hann var fullkomlega ham- lingjusamur. Þetta var fyrsta leikrit lians, og nú þegar, í m'iðjum þriðja þætti, var auð- séð, að það myndi verða mikill sigur fyrir hann. Skyndilega var hurðin að baki honum opnuð hægt, og rödd hvíslaði í myrkrinu: „Komið fram í ganginn — fljótt og án þess að hafa hátt, það er afar áríðandi." Ósjálfrátt hlýddi Kenneth, án þess að gruna hið minnsta hvað þetta átti að þýða. Bak við stúkuna var lítill, þröngur og dimmur gangur, og þangað fór Kenneth nú. A veggnum andspænis var gluggi, og Kenneth fann á súgnum, að hann myndi vera opinn. „Hr. Armitage," hvíslaði maðurinn, sem kallað hafði á hann, „ég miða nú á yður skammbyssu. Ef þér neitið að hlýða því, sem ég skipa, eða reynið að kalla á hjálp, skýt ég samstundis." Kenneth vissi, að hann skorti alls ekki hugrekki, en á þessari stundu varð hann gersamlega lamaður. „Farið út um gluggann!" hvíslaði þessi dularfulli andstæðingur. „Þetta er á annarri hæð,“ sagði Kenneth, „ætlið þér að myrða mig?“ „Alls ekki. En það er enginn tími til að ,'tala um það. Flýtið yður. Það er engin liætta.“ Og Kenneth hlýddi. Hann sté upp í gluggakistuna, viss um, að hann fengi kúlu í hausinn, ef hann gerði það ekki. Glugginn sneri út að litlu húsasundi, sem lá með frarn leikhúsinu, og beint fyrir neð- an stóð bíll með stigapall, eins og notaðir voru við viðgerðir á rafmagnsleiðslum. „Farið inn í bílinn,“ skipaði röddin, „og munið eftir skammbyssunni." Jú, Kenneth mundi eftir henni og fór niður. # „Beygið yður,“ hvíslaði maðurinn, sem kom á eftir honum — það var lítill og grannur náungi, sá Kenneth nú. En það glampaði á skammbyssuna í hendi hans, og þess vegna hlýddi hann. Var nokkur leið að flýja! Nei, alls ekki. Bölvuð byssan var stöðugt rétt fyrir aftan hann og var miðað á liann. Hann varð að sætta sig við örlögin. En vissulega ætlaði þctta að verða dramatískt kvöld! Eftir nokkuð langa ökuferð stanzaði bíll- inn í dimmum trjágöngum. Spölkorn frá sást fólksbíll. Kenneth var skipað inn í hann, liitli mað- urinn settist við hlið hans, og svo var ekið af stað á fleygiferð. „Það er víst ekki hægt að fá einhverja skýringu á þessu vægast sagt furðulega framferði yðar,“ spurði Kenneth, en mað- urinn hristi aðeins höfuðið. Að lokum stanzaði bíllinn úti fyrir skuggalegu húsi, og Kenneth var skipað að stíga út. Maður birtist með ljósker og tók á móti þeim. Hann var gagnstætt hinum fyrri mjög þrekinn og sterklegur. „Má ég kynna yður fangavörð yðar til- SKEMMTISÖGUR 7

x

Skemmtisögur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.