Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 32
andann aftur eftir mynd. Við höfum talað
við safnvörðinn i Suður-Ameríkudeild í
British Museum, og hann hefur einnig af
myndunum þekkt aftur mann, sem nýlega
kom í þessa deild.
Við vitum ennfremru', að morðingi pró-
fessors Storr er staddur hér í stofunni, og
að hann fer héðan sem fangi. Eftir er að-
eins að nefna nafn hans.
William Storr — þér eruð ákærður fyrir
morð á frænda yðar, Henry Storr, prófess-
or.“
Winifred rak upp óp og hné í ómegin á
gólfið.
„Það ea* lýgi —“ þrumaði William og
Sipratt upp af stólnum. „Það getið þér lík-
lega sagt yður sjálfur. Það var ég, sem Ieit-
aði aðstoðar yðar. Haldið þér, að ég hefði
gert það, ef ég ..
„Það er ekki í fyrsta sinn, sem afbrota-
maður reynir að villa um fyrir lögreglunni
með því að biðja um aðstoð hennar," sagði
Harkness. „Þér voruð o/ slóttugur. Þér haf-
ið, að því er virðist á slóttugan hátt, flýtt
fyrir dauða frænda yðar, af því að þér höfð-
uð ekki tíma til að bíða þess, að hann dæi á
eðlilegan hátt. Hann hefði getað lifað í
mörg ár enn, en þér voruð á kafi í skuld-
um. Þér höfðuð ekki þolinmæði til að bíða.
ENDIR
— SKRÍTLUR —
Slunginn biðill. Móðir ungu stúlkunnar (við
biðil dótturinnar): „Það er í hæsta máta óviðeig-
andi af yður, að snúa yður beint til dóttur minn-
ar með bónorð, áður en þér töluðuð við mig. Haf-
ið þér nokkuð yður til afsökunar fyrir þetta brot
á góðum siðum?“
Biðillinn: „Já, ég hef heyrt talað um fegurð
yðar, og óttaðist að ég mundi gleyma að biðja
dóttur yðar ef ég talaði fyrst við yður.“
Móðirin: „Þér hafið á réttu að standa. Takið
hana. hún er yðar.“
Bóndinn, íhugandi: Eg sé hér í blaðinu, að
málarinn, sem málaði mynd af mér og tveimur
nautunum mínum, hefur selt málverkið á tíu
þúsund krónur, á sýningu, sem hann hélt í höf-
uðstaðnum. Hm, hm, það var ekkert smáræði.
Eg keypti hvorn tudda, sem voru verðlauna-
gripir, á þúsund krónur. Það er til samans tvö
þúsund krónur, og eru þá eftir átta þúsund
krónur, sem hlýtur að vera fyrir mig. Ekki
gat mér til hugar komið, að ég væri svo mikils
virði.
V
Frændi gamli þakkar hamingjuóskir á sjötíu
ára afmælisdaginn sinn:
„Þakka ykkur fyrir kæru börnin mín, en þetta
verður nú víst í síðasta sinn sem þið komið öll
til að árna mér heilla, því mér finnst ég vera
orðinn veikburða og lasinn.“
Ein af frænkunum: „Hvaða vitleysa, frændi.
Þú ert hraustari en þig grunar, og sjáðu bara til,
þú munt lifa okkur öll hin.“
Frændinn: „Það væri óskandi að svo yrði,
kæra barn, já, það væri betur.“
V
Faðirinn: Hvað á þetta að þýða, Pétur? Viltu
ekki drekka mjólkina þína þó að ein fluga hafi
dottið ofan í hana? Þú ættir að hafa það eins
og ég. þegar ég var drengur, ég varð að drekka
mjólkina mína þó að hundur hefði dottið ofan
í hana.
30
SKEMMTISÖGUR