Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 26
nú hefur verið, sem hann hefur stungið sig
á, að vera hér — ef ekki er um morðárás að
ræða, og morðingin hafi tekið hana með
sér. Út um glugga getur hann ekki hafa
sloppið, þeir eru kræktir að innanverðu.
En ef til vill út um dyrnar. Ég verð að tala
við ráðskonuna. Ég vil sem fyrst fá úr því
skorið, hvort nokkur fingraför er að finna
hér, og ef til vill getur krufning leitt í ljós,
hvaðæ eitur er um að ræða. Ég skal sjá um,
að líkið verði flutt í spítala í dag, og svo
vil ég biðja yður, læknir, að annast krufn-
inguna. En nú skulum við tala við frú
Ycwell.“
gKRIFSTOFUDYRUNUM var læst á ný,
en nú var það umsjónarmaðurinn, sem
geyrndi lykilinn, og þeir báðu ráðskonuna
að koma með sér inn í setustofuna.
„Segið mér nú allt af létta frá byrjun,
frú Yewell," sagði umsjónarmaðurinn.
„Hvenær sáuð þér prófessor Storr síðast á
lífi?"
„Klukkan ellefu. Ég færði honum, eins
og ég var vön, glas af heitri mjólk og leit
eftir arninum." ,
„Tókuð þér eftir, að nokkuð amaði að
honum þá?“
„Það var alls ekki neitt að honum. Hann
var í góðu skapi og óskaði mér gleðilegs
nýárs og talaði urn, að hann vonaðist eftir
bróðurdóttur sinni, ungfrú Winifred, um
næstu helgi."
„Heimsótti nokkur hann eftir að þér fór-
uð inn til hans?"
„Nei — að minnsta kosti ekki svo ég
vissi."
„Hvað eigið þér við?"
„Jú, þegar ég hafði sent Nancy til borg-
arinnar með skilaboð til frænda míns, fór
ég upp á loft til að búa um í svefnherbergi
prófessorsins, því það geri ég ætíð sjálf. Og
ég heyr.i ekki vel, svo það getur hugsazt að
einhver hafi komið til hans á meðan, ég
24
var uppi, og hann haf'i sjálíur opnað. En
ég er alveg viss um, að enginn hefur hringt
dyrabjöllunni."
„Hvers vegna vitið þér það lyrir víst?"
„Af því að ég liefði séð það á töflunni í
eldhúsinu. Og nú man ég það," hélt frrt
Yewell áfram og þurrkaði sér um augun,
„að vesalings prófessorinn hefur liringt á
mig innan úr skrifstofunni, því að það sá
ég á töflunni. Ég get aldrei fyrirgefið sjálfri
mér að ég skyldi ekki heyra það."
White kinkaði kolli. „Það skýrir stell-
ingar Iíksins við þilið. Hann hefur ætlað
að hringja á hjálp. En það útilokar jafn-
framt allar líkur fyrir ^sjálfsmorði á þann
hátt. En hins vegar getur heldur varla verið
um ntorðárás að ræða. Það var enginn ó-
reiða í stofunni."
„Að því undanskyldu, að arinteppið var
undið til." skaut Colvin inn í.
„Nú, svo þér tókuð líka eftir þvi? En seg-
ið mér, hvcrnig er með ættingja prófessors-
ins? Ég neyðist til að hafa tal af þeim sem
fyrst. Þekkið þér þá nokkuð, frá Yewell?"
„Já, herra umsjónarmaður. Það eru tveir
systursynir, og bróðursonur og dóttir. Elzt-
ur þeirra er William Storr. Hann býr með
systur sinni, ungfrú Winifred, í St. John
Wood. Og svo eru systursynirnir, Frederick
og Albert Royce, sem brxa einnig í Lond-
on.“
„Vitið þér, hvort prófessornum samdi vel
við þau öll?"
„Já, ekki veit ég betur. Þau komu oft í
heimsókn, og prófessornum þótti vænt um
þau — einkum ungfrú Winifred."
Umsjónarmaðurinn stóð upp. „Meira
getum við víst ekki fengið að vita nú. Hvar
get ég fengið heimilisföng þeirra, frú. Ye
well?"
„Ég veit ekki um heimilisfang Royce-
bræðranna, en ég veit, að ungfrú Winifrecl
býr í Imperial Mansions 9, St. John Wood.
SKEMMTISÖGUR