Bergmál - 01.11.1956, Síða 6

Bergmál - 01.11.1956, Síða 6
Október — Nóvember B E R G M A L-------------------- ég helzt sem sjaldnast. Hún angrar oftast áheyrendur og hún angrar mig sjálfan. En ef iþið endilega viljið ..“ Árið 1863 starfaði ég sem að- stoðarlæknir í Orléans. í þess- ari yfirstétta-borg, þar sem allt úir og grúir af gömlum höllum aðalsmanna, er erfitt að finna hæfilegan samastað fyrir pipar- svein. Ég hefi alltaf haft þörf fyrir dálítið olnbogarúm og hreint andrúmsloft og því leigði ég mér all-stórt herbergi á fyrstu hæð í stóru húsi, sem var nokkuð afskekkt í útjaðri borg- arinnar. Það hafði upphaflega verið byggt sem geymsluhús og jafnframt íbúðarhús fyrir pappaverksmiðju eiganda. En verksmiðjueigandinn hafði orð- ið gjaldþrota og húsið verið selt ofan af honum með öllu sem í því var fyrir spott-prís. Nýji eigandinn hirti ekkert um að halda húsinu við. Hugðist græða á því að selja það aftur nokkr- um árum síðar, því að borgin var einmitt að þenjast út á þeim tíma og færðist óðfluga nær þessu afskekkta húsi. Eigandinn hafði víst rétt fyrir sér, því að eftir því sem ég bezt veit, stend- ur nú nýtízku íbúðarhverfi á þessum stað. Á. þeim tíma sem ég bjó þarna mátti húsið sem sagt kallast út- vörður borgarinnar, svo af- skekkt og einmanlegt var þar, og við götuna sem lá út að þessu húsi stóðu einungis vöruskemm- ur og hálf-fallin hús, sem löngu var hætt að búa í. Ég leigði helminginn af íbúð hússins, sem var fjögur her bergi. í þeim tveim herbergj- um, sem lágu að götunni hafði ég vinnustofu og svefnherbergi. í öðru bakherberginu hafði ég veiðarfæri og annað dót sem niér fylgdi þá, hitt stóð autt. Mér leið ágætlega í þessari vist- arveru. Ég hafði til umráða svalir, sem lágu meðfram allri framhlið hússins. Eða réttara sagt, ég hafði helming þessara svala til umráða því að þeim var skipt í tvennt með svolítilli járngrind, sem að vísu var ekki mjög há. Ég hafði búið þarna næstum tvo mánuði er ég kvöld eitt í júlí kom inn í íbúð mína og sá þá mér til undrunar að ljós log- aði innan við glugga í íbúðinni við hliðina, en sú íbúð hafði 4

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.