Bergmál - 01.11.1956, Page 25

Bergmál - 01.11.1956, Page 25
1956 B E RG M Á L kalt í veðri. Hann var í bezta skapi er ihann 'þrammaði af stað 'heim á leið, ög sá í anda gleði- svipinn á litlu anganórunum og undrunar- og gleðisvipinn á Elizu. Hann var stoltur og glað- ur og leit öðru hverju á hendur sínar, þær höfðu ekki gleymt gömlum listum. Þegar hann kom að litla nús- inu, sem var heimili hans, sló kirkjuklukkan eitt. Áður en hljómur Mukkunnar var þagn- aður barði hann að dyrum, lagði munninn að skráargatinu og sagði: „Flýttu þér, telpa mín.“ Hann var eftirvæntingarfull- ur og þreif um hurðarsnerilinn. Andartaki síðar var lyklinum snúið í skránni og dyrnar opn- uðust. Eliza stóð frammi fyrir ihonum einna líkust vofu í hvíta náttkjólnum sínum. „Seth!“ — „Liza!“ Þau gerðu vandræðalega t,il- raun til faðmlaga þarna í dyra- gættinni, en óþjáli frakkinn hans var fyrir. Hún hló, þreif í handlegg hans og dró hann með sér inn í hlýjuna í eldhúsinu. Þar tók hún grönnum hand- leggjunum um háls hans og þau kysstust. „Hvað kom eiginlega fyrir?“ spurði hún, er hún hafði bætt nokkrum sprekum á glæðurnar. Hann sagði henni, ofurlítið glettnislegur, að hann hefði farið úr lestinni í Little Fenton í ógáti. Og svo hlammaði hann sér niður í litla hrosshársstól- inn sinn og lét hana setjast á hné sér. „Þú ert svo sólbrennd- ur og magur,“ muldraði hún og horfði stórum augum í andlit hans. „O-já, telpa mín. En mikið' er gott að vera kominn heim aftur.“ sagði hann andvarpandi og litaðist um rólegur og ham- ingjusamur. í þessari andrá heyrðist hinn mesti gauragangur uppi á loft- inu og andartaki síðar komu börnin þjótandi niður stigann. Þegar hann fór að heiman höfðu þau aðeins verið smá- grislingar. Nú var strákurinn þegar orðinn dálítill herra og telpan þó nokkur dama. Hann kyssti þau bæði tvo-þrjá kossa hvort og kitlaði þau með skegg- inu, og svo stóðu þau bæði og horfðu á hann, stórum, eftir- væntingarfullum augum, bros- hýr og glöð. Hann brosti líka. Stundin var komin og hann hafði ekki brugð- izt. „Gjafir, — ha?“ hneggjaði 23

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.