Bergmál - 01.11.1956, Page 27

Bergmál - 01.11.1956, Page 27
1 9 5 6 ------------------:----- á höfðinu, eða ef til vill skipt henni fyrir einhvern kjörgrip hjá öðrum strák. Verst var með Maju litlu. Hánn settist og fálm- aði eins og ósjálfrátt eftir sígar- ettu. Eliza settist á stólarminn hjá honum. Hún tók að lýsa fyrir honum í hálfum hljóðum allri viðhöfninni á stöðinni, hvernig lúðrasveitin hefði geng- ið fram og byrjað að spila, strax og sást til lestarinnar, og sjálf- ur herragarðseigandinn hefði verið mættur í nýjum Rolls Royce til að aka honum frá stöðinni inn á torgið í miðju þorpinu. Það skrjáfaði í pappír og Tommy hrópaði upp yfir sig af hrifningu. Hann slóst við Maju systur sína um skyrtu Seths. „Þetta er aðeins fatnaður, sem einhver ítölsk stúlka þvoði fvrir mig,“ sagði Seth, er Eliza leit forvitnislega til barnanna. Skyndilega ráku börnin upp óp, samtímis. Þau höfðu rifið blaðið utan af skyrtunni og með' sigurópi veifaði Tommy nú lit- fagurri hálsfesti yfir höfði sér. Og við ihlið hans stóð Maja litla með tvær pappaöskjur í fang- inu. Hún rétti Tomma stærri öskjuna án þess að mæla orð frá vörum, og opnaði því næst hina. ----------------------- Bergmál í öskjunni var aflöng flaska grænleit, það var ilmvatn. Tommy rétti nú mömmu sinni hálsfestina og opnaði því næst sína öskju. Hann stundi er hann leit ofan í hana, orðlaus af undrun og hrifningu. Hún var troðfull af marglitu, tyrknesku konfekti, sem var svo girnilegt að maður fékk vatn í munninn af að horfa á það. Seth sat sem steingervingur og starði á þetta eins og dáleidd- ur. Hann kingdi aftur og aftur einhverjum klump, sem. settist að í hálsi hans, og óvenjulegar tilfinningar fengu hjarta hans til að slá óeðlilega hratt. Eliza stóð frammi fyrir speglinum og festi hinar gylltu perlur um hálsinn á sér. Hún leit til hans yfir öxl sér ástþrungnum aug- um. „Þú og kanínurnar þínar,“ muldraði 'hún. En Seth heyrði ekki hvað hún sagði. Hann reyndi af öllum mætti að muna hvað hún hét nú aftur, þessi ítalska stelpa. Fjandakornið að hann gat nokkuð munað það. Endir. 25

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.