Bergmál - 01.11.1956, Side 48

Bergmál - 01.11.1956, Side 48
Október — Nóvember Bercmál -------------------- springa af kátínu. Sjá, hvernig ■hann getur teygt úr sér á hlaup- unum.“ Han-n skildi þetta ekki full- komlega. Það var eitthvað fram- andi við þetta. Hér var barn — stráklingur, sem helzt ætti að draga á hárinu. Allur leikur veldur skaða og tjóni. Börn eru mestu hrekkjalómar sem til eru, eins og allir vita. Og þarna var móðirin — hún hreyfði engum andmælum, gerði ekkert veður út af þessu. Skammaðist ekki neitt. Hún var glaðleg og fögur. Það leyndi sér ekki að þau voru vön alúð og hlýju. Aftur á móti hafði hann, gamli maðurinn, lifað hundalífi þegar hann var barn. Og jafnvel enn í dag mátti heita að líf hans væri litlaust og ófagurt, enda þótt það væri ekki beinlínis þyrnum stráð eins og áður fyrr. Nú hafði hann þó nóg að borða. Hann minntist æskudaganna — með hungri, kulda og bar- smíðum. Hann hafði aldrei leik- ið sér að gjörð eða neinum öðr- um leíkíöngum efnaða fólksins. Þannig hafði allt hans líf liðið —■ í fátækt, umkomuleysi og eymd. Hann gat ekki kallað fram í huga sér eina einustu gleði- eða hamingjustund. Hann brosti að drengnum, svo að sá í dökka tannstubba, og hann öfundaði barnið. Þó hugs- aði hann: „Ósköp er þetta heimskulegur leikur.“ Samt kvaldi öfundin hann. Hann hélt til vinnu sinnar — til verksmiðjunnar, sem hann hafði starfað við allt frá bernsku, og þar sem hann hafði orðið að gamalmenni. Og allan daginn hugsaði hann um dreng- inn. Þetta varð rótgróin hugsun, sem ásótti hann án afláts. Hann gat ekki með nokkru móti af- máð drenginn úr huga sér. Hann sá litla hnokkann hlaupa, hlæja og stappa niður fótunum á með- an hann lék sér að gjörðinni. En hve litlu fæturnir voru bústnir, næ^tum sívalir — og berir um hné-n .... Allan liðlangan daginn birtist drengurinn með gjörðina hon- um á meðal niðsins í hjólum og skrúfum verksmiðjunnar. Og um nóttina sá hann drenginn í draumum sínum. III. Morguninn eftir ásóttu þess- 46

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.